Þrjú þúsund hafa skráð nafn sitt í undirskriftarsöfnun sem fór í loftið í dag. Með söfnuninni er þess krafist að gengið verði til kosninga samstundis vegna þess að „núverandi ríkisstjórn hefur haft þjóðina að fífli“.
Ný ríkisstjórn tók við á ríkisráðsfundi milli þrjú og fjögur í dag og er Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hennar eins og kunnugt er. Hann kveður því sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið en maður kemur í manns stað og við því tekur fyrrum utanríkisráðherra; Gunnar Bragi Sveinsson. Nýr ráðherra í ríkisstjórn, Lilja Alfreðsdóttir, verður utanríkisráðherra.
Ljóst er að ekki ríkir fullkomin sátt um þessa nýju ríkisstjórn sem hefur þó lýst því yfir að hún vonist til þess að fá frið í því skyni að ljúka nokkrum mikilvægum málum. Ekki hefur fengist nánari útlistun á því hvað mál þetta eru en hafa gjaldeyrishöftin verið nefnd í þessu samhengi.
Undirskriftarlistann má nálgast hér.
Alls 30.279 undirskriftir söfnuðust á undirskriftarlistann „Sigmundur Davíð, þér er sagt upp störfum“ en hann var afhentur forseta í dag.
Þrjú þúsund manns krefjast kosninga strax

Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð
Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax.

Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands
Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag.

Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“
Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor.