Hver eru stóru málin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Í þeirri fullkomnu upplausn sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga hefur stjórnmálamönnum verið tíðrætt um þau stóru mál sem þurfi að sinna. Ekki eru allir sammála um hvaða mál það séu og því full ástæða til að benda á hvaða mál þola ekki lengur bið, að mati BSRB, óháð því hvaða flokkar mynda hér ríkisstjórn. Þannig hafa nú litið dagsins ljós tillögur um mikilvægar breytingar á lögum um fæðingarorlof. BSRB leggur þunga áherslu á að unnið verði áfram að þessum málum af krafti, og frumvarp lagt fyrir Alþingi til samþykktar sem fyrst. Engin ástæða er til annars en að ætla að góð samstaða verði um það á Alþingi að bæta stöðu nýbakaðra foreldra. Bandalagið telur afar mikilvægt að tafarlaust verði fest í lög að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi upp að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki. Þá þarf að hækka hámark á greiðslur í 600 þúsund krónur og lengja orlofið úr 9 mánuðum í 12. BSRB telur einnig mikilvægt að Alþingi ljúki umfjöllun um húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem fyrst. Bandalagið bindur miklar vonir við að framboð af leiguhúsnæði fyrir launafólk aukist verulega samþykki Alþingi frumvörpin.Meira fé í heilbrigðismálin Bandalagið styður áform um þak á greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, þó ekki hafi verið tekin afstaða til frumvarps heilbrigðisráðherra sem hefur það að markmiði. BSRB leggst alfarið gegn gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hvetur til þess að fallið verði frá henni sem fyrst. Hávær krafa hefur einnig verið uppi um að stjórnvöld verji meira fé til heilbrigðismálanna. Tafarlaust þarf að létta því fjársvelti sem heilbrigðisstofnanir um allt land hafa verið í undanfarin ár. Það ætti að vera forgangsmál stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þau eru víða stóru málin og vonandi að hverjir þeir sem sitja við völd hér næstu mánuði beri gæfu til að sinna þeim málum sem skipta fólkið í landinu miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í þeirri fullkomnu upplausn sem ríkt hefur í íslenskum stjórnmálum undanfarna daga hefur stjórnmálamönnum verið tíðrætt um þau stóru mál sem þurfi að sinna. Ekki eru allir sammála um hvaða mál það séu og því full ástæða til að benda á hvaða mál þola ekki lengur bið, að mati BSRB, óháð því hvaða flokkar mynda hér ríkisstjórn. Þannig hafa nú litið dagsins ljós tillögur um mikilvægar breytingar á lögum um fæðingarorlof. BSRB leggur þunga áherslu á að unnið verði áfram að þessum málum af krafti, og frumvarp lagt fyrir Alþingi til samþykktar sem fyrst. Engin ástæða er til annars en að ætla að góð samstaða verði um það á Alþingi að bæta stöðu nýbakaðra foreldra. Bandalagið telur afar mikilvægt að tafarlaust verði fest í lög að greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi upp að 300 þúsund krónum á mánuði skerðist ekki. Þá þarf að hækka hámark á greiðslur í 600 þúsund krónur og lengja orlofið úr 9 mánuðum í 12. BSRB telur einnig mikilvægt að Alþingi ljúki umfjöllun um húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra sem fyrst. Bandalagið bindur miklar vonir við að framboð af leiguhúsnæði fyrir launafólk aukist verulega samþykki Alþingi frumvörpin.Meira fé í heilbrigðismálin Bandalagið styður áform um þak á greiðslur sjúklinga fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins, þó ekki hafi verið tekin afstaða til frumvarps heilbrigðisráðherra sem hefur það að markmiði. BSRB leggst alfarið gegn gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og hvetur til þess að fallið verði frá henni sem fyrst. Hávær krafa hefur einnig verið uppi um að stjórnvöld verji meira fé til heilbrigðismálanna. Tafarlaust þarf að létta því fjársvelti sem heilbrigðisstofnanir um allt land hafa verið í undanfarin ár. Það ætti að vera forgangsmál stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þau eru víða stóru málin og vonandi að hverjir þeir sem sitja við völd hér næstu mánuði beri gæfu til að sinna þeim málum sem skipta fólkið í landinu miklu máli.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun