Einkennilegt að segjast andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 20:33 "Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem segist nú hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni." vísir/vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016 Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016
Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07