Birgitta fékk tíu þúsund dollara frá Dreamworks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 10:40 Úr kvikmyndinni The Fifth Estate þar sem Benedict Cumberbatch fór með hlutverk Julian Assange. Birgitta Jónsdóttir svarar kalli Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, í leiðara þess síðarnefnda í dag og birtir skjáskot af skattframtali sínu. Þar upplýsir hún, að beiðni Eggerts, að hún fékk 10 þúsund Bandaríkjadollara fyrir þátttöku sína við gerð kvikmyndarinnar The Fifth Estate hjá Dreamworks þar sem fjallað var um Julian Assange.Eggert var sjálfur í eldlínunni í gær eftir að minnispunktar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar blaðamanns birtust í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu. Þar sáust nöfn nokkurra Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjóli. Var nafn Eggerts þar á meðal.Leiðari Eggerts í DV og á DV.is í dag.Skjáskot af vef DV.isKrefur Björk um svör „Ég átti aflandsfélag, eins og ég greindi frá í yfirlýsingu á fyrri hluta síðasta árs og kom fram á dv.is í gær. Félaginu var slitið árið 2009. Talið fram og gefið upp á skattframtali og ég greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því. (Hélt reyndar eins og Bjarni Ben. að félagið væri í Lúxemborg, ekki á Tortola.) Fátt hefur haft meiri og alvarlegri áhrif á líf mitt en þetta. Sú martröð fékk eðlilegan og farsælan endi,“ segir í leiðara Eggerts. Eggert spyr hvort ekki sé tími til þess að fleiri geri hreint fyrir sínum dyrum og telur til útgerðarmenn, Alþingismenn, RÚV, Ásmund Einar Daðason, dómara, Steingrím J. Sigfússon og Birgittu Jónsdóttur. „Birgitta Jónsdóttir! Þarft þú að gera grein fyrir Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir Wikileaks-myndina? Getur þú sýnt hvernig hún var talin fram hér á landi?“Julian Assange í sendiráði Ekvador í London.Vísir/EPA„Ég skulda Julian engin svör“ Tveimur tímum eftir að leiðari Eggerts birtist hafði Birgitta svarað á Facebook-síðu sinni. Birti hún skjáskot úr skattframtali sínu og slóð á hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Í lok árs 2013 sætti Birgitta ásökunum frá Wikileaks á Twitter fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir komu sína að fyrrnefndri kvikmynd Dreamworks. Spunnust nokkrar deilur milli Birgittu og Wikileaks á Twitter í kjölfarið.Hún staðfesti í kjölfarið við Stöð 2 að hún hefði þegið greiðslur. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ sagði Birgitta við fréttastofuna. Sagðist hún viss um að krafan væri frá Julian komin. „Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks,“ sagði Birgitta og sagði um meðalfjárhæðir væri að ræða en taldi sig ekki þurfa að birta samninginn.Birgitta Jónsdóttir svaraði kalli Eggert Skúlasonar um hæl.Vísir/valliFer aldrei fram á Saga Class Í skjáskotinu sem Birgitta birti nú má sjá að hún fékk tíu þúsund dollara fyrir sína vinnu eða rúma milljón króna. „Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði,“ segir Birgitta. Hún setji aldrei fram þá kröfu að ferðast í Saga Class. „Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“ Fréttir af flugi Panama-skjölin Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir svarar kalli Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, í leiðara þess síðarnefnda í dag og birtir skjáskot af skattframtali sínu. Þar upplýsir hún, að beiðni Eggerts, að hún fékk 10 þúsund Bandaríkjadollara fyrir þátttöku sína við gerð kvikmyndarinnar The Fifth Estate hjá Dreamworks þar sem fjallað var um Julian Assange.Eggert var sjálfur í eldlínunni í gær eftir að minnispunktar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar blaðamanns birtust í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu. Þar sáust nöfn nokkurra Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjóli. Var nafn Eggerts þar á meðal.Leiðari Eggerts í DV og á DV.is í dag.Skjáskot af vef DV.isKrefur Björk um svör „Ég átti aflandsfélag, eins og ég greindi frá í yfirlýsingu á fyrri hluta síðasta árs og kom fram á dv.is í gær. Félaginu var slitið árið 2009. Talið fram og gefið upp á skattframtali og ég greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því. (Hélt reyndar eins og Bjarni Ben. að félagið væri í Lúxemborg, ekki á Tortola.) Fátt hefur haft meiri og alvarlegri áhrif á líf mitt en þetta. Sú martröð fékk eðlilegan og farsælan endi,“ segir í leiðara Eggerts. Eggert spyr hvort ekki sé tími til þess að fleiri geri hreint fyrir sínum dyrum og telur til útgerðarmenn, Alþingismenn, RÚV, Ásmund Einar Daðason, dómara, Steingrím J. Sigfússon og Birgittu Jónsdóttur. „Birgitta Jónsdóttir! Þarft þú að gera grein fyrir Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir Wikileaks-myndina? Getur þú sýnt hvernig hún var talin fram hér á landi?“Julian Assange í sendiráði Ekvador í London.Vísir/EPA„Ég skulda Julian engin svör“ Tveimur tímum eftir að leiðari Eggerts birtist hafði Birgitta svarað á Facebook-síðu sinni. Birti hún skjáskot úr skattframtali sínu og slóð á hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Í lok árs 2013 sætti Birgitta ásökunum frá Wikileaks á Twitter fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir komu sína að fyrrnefndri kvikmynd Dreamworks. Spunnust nokkrar deilur milli Birgittu og Wikileaks á Twitter í kjölfarið.Hún staðfesti í kjölfarið við Stöð 2 að hún hefði þegið greiðslur. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ sagði Birgitta við fréttastofuna. Sagðist hún viss um að krafan væri frá Julian komin. „Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks,“ sagði Birgitta og sagði um meðalfjárhæðir væri að ræða en taldi sig ekki þurfa að birta samninginn.Birgitta Jónsdóttir svaraði kalli Eggert Skúlasonar um hæl.Vísir/valliFer aldrei fram á Saga Class Í skjáskotinu sem Birgitta birti nú má sjá að hún fékk tíu þúsund dollara fyrir sína vinnu eða rúma milljón króna. „Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði,“ segir Birgitta. Hún setji aldrei fram þá kröfu að ferðast í Saga Class. „Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“
Fréttir af flugi Panama-skjölin Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32
Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41
Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58