Birgitta fékk tíu þúsund dollara frá Dreamworks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 10:40 Úr kvikmyndinni The Fifth Estate þar sem Benedict Cumberbatch fór með hlutverk Julian Assange. Birgitta Jónsdóttir svarar kalli Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, í leiðara þess síðarnefnda í dag og birtir skjáskot af skattframtali sínu. Þar upplýsir hún, að beiðni Eggerts, að hún fékk 10 þúsund Bandaríkjadollara fyrir þátttöku sína við gerð kvikmyndarinnar The Fifth Estate hjá Dreamworks þar sem fjallað var um Julian Assange.Eggert var sjálfur í eldlínunni í gær eftir að minnispunktar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar blaðamanns birtust í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu. Þar sáust nöfn nokkurra Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjóli. Var nafn Eggerts þar á meðal.Leiðari Eggerts í DV og á DV.is í dag.Skjáskot af vef DV.isKrefur Björk um svör „Ég átti aflandsfélag, eins og ég greindi frá í yfirlýsingu á fyrri hluta síðasta árs og kom fram á dv.is í gær. Félaginu var slitið árið 2009. Talið fram og gefið upp á skattframtali og ég greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því. (Hélt reyndar eins og Bjarni Ben. að félagið væri í Lúxemborg, ekki á Tortola.) Fátt hefur haft meiri og alvarlegri áhrif á líf mitt en þetta. Sú martröð fékk eðlilegan og farsælan endi,“ segir í leiðara Eggerts. Eggert spyr hvort ekki sé tími til þess að fleiri geri hreint fyrir sínum dyrum og telur til útgerðarmenn, Alþingismenn, RÚV, Ásmund Einar Daðason, dómara, Steingrím J. Sigfússon og Birgittu Jónsdóttur. „Birgitta Jónsdóttir! Þarft þú að gera grein fyrir Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir Wikileaks-myndina? Getur þú sýnt hvernig hún var talin fram hér á landi?“Julian Assange í sendiráði Ekvador í London.Vísir/EPA„Ég skulda Julian engin svör“ Tveimur tímum eftir að leiðari Eggerts birtist hafði Birgitta svarað á Facebook-síðu sinni. Birti hún skjáskot úr skattframtali sínu og slóð á hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Í lok árs 2013 sætti Birgitta ásökunum frá Wikileaks á Twitter fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir komu sína að fyrrnefndri kvikmynd Dreamworks. Spunnust nokkrar deilur milli Birgittu og Wikileaks á Twitter í kjölfarið.Hún staðfesti í kjölfarið við Stöð 2 að hún hefði þegið greiðslur. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ sagði Birgitta við fréttastofuna. Sagðist hún viss um að krafan væri frá Julian komin. „Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks,“ sagði Birgitta og sagði um meðalfjárhæðir væri að ræða en taldi sig ekki þurfa að birta samninginn.Birgitta Jónsdóttir svaraði kalli Eggert Skúlasonar um hæl.Vísir/valliFer aldrei fram á Saga Class Í skjáskotinu sem Birgitta birti nú má sjá að hún fékk tíu þúsund dollara fyrir sína vinnu eða rúma milljón króna. „Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði,“ segir Birgitta. Hún setji aldrei fram þá kröfu að ferðast í Saga Class. „Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“ Fréttir af flugi Panama-skjölin Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir svarar kalli Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, í leiðara þess síðarnefnda í dag og birtir skjáskot af skattframtali sínu. Þar upplýsir hún, að beiðni Eggerts, að hún fékk 10 þúsund Bandaríkjadollara fyrir þátttöku sína við gerð kvikmyndarinnar The Fifth Estate hjá Dreamworks þar sem fjallað var um Julian Assange.Eggert var sjálfur í eldlínunni í gær eftir að minnispunktar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar blaðamanns birtust í fréttaskýringaþætti í sænska sjónvarpinu. Þar sáust nöfn nokkurra Íslendinga sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjóli. Var nafn Eggerts þar á meðal.Leiðari Eggerts í DV og á DV.is í dag.Skjáskot af vef DV.isKrefur Björk um svör „Ég átti aflandsfélag, eins og ég greindi frá í yfirlýsingu á fyrri hluta síðasta árs og kom fram á dv.is í gær. Félaginu var slitið árið 2009. Talið fram og gefið upp á skattframtali og ég greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því. (Hélt reyndar eins og Bjarni Ben. að félagið væri í Lúxemborg, ekki á Tortola.) Fátt hefur haft meiri og alvarlegri áhrif á líf mitt en þetta. Sú martröð fékk eðlilegan og farsælan endi,“ segir í leiðara Eggerts. Eggert spyr hvort ekki sé tími til þess að fleiri geri hreint fyrir sínum dyrum og telur til útgerðarmenn, Alþingismenn, RÚV, Ásmund Einar Daðason, dómara, Steingrím J. Sigfússon og Birgittu Jónsdóttur. „Birgitta Jónsdóttir! Þarft þú að gera grein fyrir Saga Class-ferðunum og greiðslunni fyrir Wikileaks-myndina? Getur þú sýnt hvernig hún var talin fram hér á landi?“Julian Assange í sendiráði Ekvador í London.Vísir/EPA„Ég skulda Julian engin svör“ Tveimur tímum eftir að leiðari Eggerts birtist hafði Birgitta svarað á Facebook-síðu sinni. Birti hún skjáskot úr skattframtali sínu og slóð á hagsmunaskráningu sína á Alþingi. Í lok árs 2013 sætti Birgitta ásökunum frá Wikileaks á Twitter fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir komu sína að fyrrnefndri kvikmynd Dreamworks. Spunnust nokkrar deilur milli Birgittu og Wikileaks á Twitter í kjölfarið.Hún staðfesti í kjölfarið við Stöð 2 að hún hefði þegið greiðslur. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ sagði Birgitta við fréttastofuna. Sagðist hún viss um að krafan væri frá Julian komin. „Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks,“ sagði Birgitta og sagði um meðalfjárhæðir væri að ræða en taldi sig ekki þurfa að birta samninginn.Birgitta Jónsdóttir svaraði kalli Eggert Skúlasonar um hæl.Vísir/valliFer aldrei fram á Saga Class Í skjáskotinu sem Birgitta birti nú má sjá að hún fékk tíu þúsund dollara fyrir sína vinnu eða rúma milljón króna. „Varðandi Saga Class sæti í flugi: þegar mér hefur verið boðið að fjalla í pallborðum eða halda ræður um málefni er lúta að beinu lýðræði eða öðru sem ég hef sérhæft mig þá hefur það gerst í nokkur skipti að ekki hafa fundist sæti í flugvél í öðru farrými en í Saga Class, held 2 eða 3svar, en ca 95% farmiða minna hafa verið gefnir út í almennu farrými og ef ég fer í einkaerindum á ráðstefnur til þátttöku í umræðum þá þarf þingið aldrei að bera straum af þeim kostnaði,“ segir Birgitta. Hún setji aldrei fram þá kröfu að ferðast í Saga Class. „Ég skal svo setja saman lista yfir ráðstefnur sem ég tekið þátt í um leið og ég finn tíma, Eggerti til upplýsingar og auðvitað öllum öðrum.“
Fréttir af flugi Panama-skjölin Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32
Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41
Kvikmyndin skaðleg fyrir Wikileaks Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, telur myndina The Fifth Estate tilraun til að skaða WikiLeaks; efni myndarinnar á sér enga stoð í raunveruleikanum og atriði í handriti, þar sem Egill Helgason leikur sjálfan sig, er aulahrollsvaki. 23. september 2013 12:58