Sigmundur Davíð: „Stjórnarandstaðan gerir út á ótta, reiði og vonleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 16:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“ Panama-skjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“
Panama-skjölin Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira