Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningar Höskuldur Kári Schram skrifar 9. apríl 2016 18:30 Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira