Landsliðskonur sviknar um fjölda marka í Grafarvogi í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 15:30 Landsliðskonurnar Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði. Olís-deild kvenna Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Sjá meira
Gróttukonur unnu flottan sigur á Fjölni í Olís-deild kvenna í handbolta í Dalhúsum í gær og fylgja Haukum eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Grótta vann leikinn 31-17 eftir að hafa 14-9 yfir í hálfleik. Grótta er nú einu stigi á eftir toppliði Hauka þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Vísir sagði frá úrslitum og markaskorunum í gærkvöldi eftir að hafa fengið leikskýrsluna senda frá Fjölni. Það hefur seinna komið í ljós að markaskorar Gróttuliðsins voru allt aðrir en þar kom fram. Leikskýrslan er komin alla leið inn í úrslitakerfi Handknattleikssambands Íslands þrátt fyrir að vera kolröng. Hana má sjá hér þótt að ekki sé hægt að taka mark á henni. Ritari leiksins klikkaði ekki bara á einu eða tveimur mörkum heldur var skráning hans í svo miklu tjóni að það er hægt hreinlega að efast um á hvaða leik hann var í gærkvöldi. Samkvæmt leiksskýrslunni voru þær Unnur Ómarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skráðar með eitt mark hvor eða samtals tvö mörk. Báðar eru vanar því að skora mun meira í leikjum Gróttu og þær gerðu það líka. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur nú fengið um markaskor landsliðskvennanna tveggja þá vantaði að skrá á þær heil átta mörk í þessum leik í gær. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Unnur Ómarsdóttir skoruðu nefnilega báðar fimm mörk í leiknum en fjögur af mörkum þeirra beggja voru skráð á aðra leikmenn í Gróttuliðinu. Varnartröllið Eva Margrét Kristinsdóttir var skráð með þrjú mörk í leiknum en þau mörk áttu væntanlega að fara á nöfnu hennar Evu Björk Davíðsdóttur sem var skráð með ekkert mark. Eva Margrét spilaði frábæra vörn að vanda en tókst ekki að skora. Ritarinn var líka rausnarlegur við Þórunni Friðriksdóttur sem var skráð með fjögur mörk en skoraði aðeins eitt mark í þessum leik. Það er engin opinber tölfræði skráð hjá HSÍ í dag sem óskiljanlegt á árinu 2016 en að það sé ekki einu sinni hægt að treysta markaskráningu á opinberri leiksskýrslu eru mikill vonbrigði.
Olís-deild kvenna Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti