Umræðan um fátæka námsmanninn Aron Ólafsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um fátæka námsmanninn er ekki ný af nálinni. Þvert á móti er hún svo gömul að það er farið að loða við námsmenn að þeir eigi að vera fátækir. Raunveruleikinn er sá að á síðustu 10 árum hefur staða okkar versnað svo um munar. Er það eitthvað sem við viljum í raun og veru? Um 40% námsmanna telja fjárhagslegt öryggi sitt vera slæmt og svipað hlutfall segist eiga erfitt með að ná endum saman. Svo virðist sem samfélagsleg sátt ríki um að námsmenn séu fátækir. Nú er þó svo komið að brýnt er að taka umræðuna um hversu lítið nemendur hafa milli handanna. Afleiðingar þess er að stúdentar þurfa að vinna meira til að ná endum saman sem leiðir óhjákvæmilega til minni ástundunar náms og hægari námsframvindu, enda eru nemendur lengur að útskrifast en nokkru sinni áður. Það hefur margvísleg neikvæð áhrif á þjóðfélagið þar sem við erum að borga undir nemendur lengur heldur en þekkist erlendis og nemendur fara seinna út á vinnumarkaðinn.Við þurfum að gera betur! Ég tel að mikilvægt sé að endurskoða hvernig við styðjum við námsmenn. Lengi vel hefur verið kallað eftir því að fá menntamálaráðuneytið til að endurskoða lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Á símafundi með Illuga á síðasta ári tók hann undir að þessi vinna þyrfti að fara af stað sem fyrst. Menntamálaráðherra skipaði í kjölfarið starfshóp til að undirbúa tillögur að nýjum lánasjóð, sem hefur fundað með fulltrúum stúdenta. Það eru mjög góðar fréttir fyrir stúdenta, ef vandað er til verks. Við í SHÍ höfum kallað eftir því að hætta með óbeina styrki og styrkja frekar alla námsmenn flatt. Einnig þarf að auka framfærslulánin svo þau nái upp í grunnframfærslu. Það er óskiljanlegt að í núverandi kerfi sé gert ráð fyrir því að námslánin nái ekki grunnframfærslu. Tryggvi Másson, fulltrúi Stúdentaráðs í stjórn LÍN, hefur komið á framfæri okkar kröfum við starfshópinn – blanda af dönsku og norsku leiðinni, þar sem nemendur fá beinan skólastyrk og hægt er að taka námslán fyrir rest, sem dugar fyrir framfærslunni. Að bæta kjör nemenda er eitt helsta hagsmunamál stúdenta í seinni tíð. Nú þarf að taka höndum saman og tryggja það að stúdentar geti sinnt náminu heils hugar. Það er kominn tími til að fjárfesta rækilega í stúdentum því þjóðhagslegur ábati er svo mikill. Nemendur sem geta sinnt náminu án þess að þurfa að vinna í 75-100% starfi útskrifast fyrr og komast þá út á vinnumarkaðinn fyrr. Þetta eykur verðmætasköpun og framleiðni í samfélaginu og er því öllum til hagsbóta. Þessi grein er ákall um breytingar og bætta námsaðstoð. Við sem förum fyrir hagsmunabaráttu stúdenta krefjumst þess að gripið sé í taumana og hagur stúdenta bættur. Háttvirtur menntamálaráðherra, við köllum eftir lánasjóði sem hvetur námsmenn en dregur ekki úr þeim. Núverandi kerfi hefur innbyggða, vonda hvata sem þarf að breyta. Við viljum styrkjakerfi að danskri fyrirmynd og lánasjóðskerfi sem gerir okkur kleift að ná endum saman. Aðeins 18% nemenda telja að framfærsla LÍN nægi til að framfleyta sér. Algengast er að stúdentar vinni hlutastarf með náminu en árið 2014 voru um 27% þeirra í 75-100% starfi sem er 20% aukning frá 2004. Meirihluti lánþega LÍN sagði námslán sitt skerðast vegna tekna (61%). Meðaltekjur stúdenta voru um 218 þúsund krónur á mánuði en töluverður munur var á milli hópa. Þannig voru stúdentar í hjónabandi/sambúð með börn á framfæri með hæstu meðaltekjurnar eða rúmlega 290 þúsund að meðaltali en einhleypir og barnlausir stúdentar höfðu að meðaltali rúmlega 170 þúsund á mánuði. Þegar tekjur námsmanna voru bornar saman við tekjur námsmanna í könnun frá 2004 kemur fram að tekjurnar séu um 100 þúsund krónum lægri á verðlagi 2014.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun