Vilja Hlíðarfjall í einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hlíðarfjall er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Akureyrar yfir vetrarmánuðina en nú vilja menn breytingar á rekstrarformi. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins. Skíðasvæði Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins.
Skíðasvæði Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira