Vatn og vinna Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir segja að skoðunarferðir með ferðamenn séu í raun rútuferðir á milli klósetta. Það ber vissulega margt snoturt og áhugavert fyrir augu á leiðinni en grunnþörfunum verði að sinna. Vatn og vinna er yfirskrift alþjóðlegs vatnsdags Sameinuðu þjóðanna nú í ár en hann er haldinn er 22. mars ár hvert. Við erum hvött til að leiða hugann að því hvernig vatn snertir vinnuna okkar og þar sem vatnið er hrein og klár lífsnauðsyn ættum við ekki að þurfa að hugsa lengi. Þannig snertir aðgengi að rennandi vatni augljóslega starf leiðsögumannsins og rútubílstjórans. Við í Reykjavík notum talsvert af vatni. Þótt þessi mikli elexír sé vottaður sem matvæli, drekkum við kannski minnst af honum. Verulegt magn fer í þvotta, talsvert í að sturta niður, slatti í eldamennsku og svo stólar slökkviliðið á sama vatn og við súpum á. Heimilin í höfuðborginni nota hinsvegar bara helminginn af vatninu sem rennur um æðar vatnsveitu Veitna. Fyrirtæki og stofnanir þar sem við vinnum nota hinn helminginn. Snemma á síðustu öld, þegar vatnsveita var loks lögð í Reykjavík, var hún forsenda framleiðslu á matvælum með öðrum hætti en fyrr. Fiskur var þveginn úr hreinu vatni, drykkjarvöruframleiðsla gat hafist og hægt var að þrífa mjólkurbúin. Á síðari árum sjáum við til dæmis lyfjafyrirtæki nota mikið vatn einmitt til að losna við þrif með kemískum efnum og vatnið er að mörgu leyti grundvöllur þess hreinlætis sem nauðsynlegt er til að meðalaldur þjóðarinnar sé samanburðarhæfur. Nú er hann einn sá hæsti í heimi. Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna. Svona auðlind þurfum við að fara vel með og við gætum best að ímyndinni með að passa upp á vatnsbólin, vatnsveiturnar og vatnið sjálft; árnar, vötnin og sjóinn og vatnið í jörðinni. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun