Eins og fram hefur komið á Vísi í dag vakti umrædd færsla mikið umtal en tilefnið var meiðsli Stefan Bonneau, leikmanns körfuknattleiksliðs Njarðvíkur.
Bið stjórn,stuðningsmenn, leikmenn,þjálfara UMFN og ekki síst Stefan afsökunar á tísti mínu í gærkvöldi. Óska ég um leið Stefan góðs bata.
— Gummi Steinars (@gummisteinars) March 22, 2016
Sjá einnig: Þjálfari Njarðvíkinga segir veru Bonneau hér á landi vera mikið leikrit
Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir ræddi við hann í dag og þá var greint frá því á vef Víkurfrétta að stjórn knattspyrnudeildar Njarðvíkur myndi funda vegna málsins í dag.
Flestir knattspyrnuáhugamenn þekkja til Guðmundar sem var frábær knattspyrnumaður á sínum tíma. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur.