Ríkið ræðst til atlögu við einkarekstur og neytendur Skjóðan skrifar 23. mars 2016 10:00 Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk. Skjóðan Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti Alþingi lög sem heimila fjármálaráðherra að setja á fót eignarhaldsfélag til að fara með þær framsalseignir, sem ríkið tekur við frá slitabúum gömlu bankanna og fleiri fjármálastofnunum sem hluta af stöðugleikasamkomulagi, en sem kunnugt er var mjög stór hluti stöðugleikaframlagsins í raun eins konar dótakassi með eignarhlutum í fyrirtækjum sem ríkið þarf svo að koma í verð. Alþingi ætlar ríkinu þrjú ár til að selja þessar eignir en vert er að geta þess að þó að Íslandsbanki hafi fylgt í heilu lagi sem stöðugleikaframlag fer hann ekki undir þetta eignarhaldsfélag heldur undir Bankasýslu ríkisins. Sá langi tími sem ríkið ætlar sér til að losa sig við eignirnar vekur athygli. Næstu þrjú árin ætlar ríkið sem sagt að vera á fullu í blússandi samkeppni við einkafyrirtæki á flestum mörkuðum hér á landi. Í dótakassanum kennir ýmissa grasa. Ríkið á nú Lyfju og mun því næstu árin keppa við Hagkaup, Krónuna og Nettó um sölu á sólarvörn og vellyktandi. Fyrir er ríkið í umfangsmikilli samkeppni við einkageirann. Það rekur Fríhöfn í Keflavík og hefur m.a. einkarétt á áfengissölu hér á landi. Á fjölmiðlamarkaði keppir ríkið af mikilli hörku við einkarekna fjölmiðla og á síðustu 16 mánuðum hefur ríkið lagt RÚV til 4,9 milljarða ofan á auglýsingatekjur. Nú á ríkið eignaleigufyrirtækið Lýsingu í gegnum Klakka. Í gegnum ýmis fasteignafélög er ríkið orðið umfangsmikið í rekstri skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ef einhver vill skrá lén með endingunni .is verður viðkomandi að versla við ríkið. Þeir sem kaupa flugmiða í gegnum DOHOP eða flytja vörur með Eimskip eru nú viðskiptavinir íslenska ríkisins. Verðmæti dótakassans er mjög á reiki og veltur mikið á því hvernig ríkinu tekst að hámarka virði þessara eigna á næstu þremur árum. Varla mun ríkið standa fyrir virku verðlagseftirliti, sem getur bitnað á hagnaði allra þessara nýju ríkisfyrirtækja. Fram undan eru því viðsjárverðir tímar fyrir íslenska neytendur. Stærstu aðilar í íslensku atvinnulífi eru annars vegar lífeyrissjóðirnir og hins vegar ríkið, aðilar sem undir eðlilegum kringumstæðum eiga að standa vörð um hagsmuni neytenda og launafólks en verja nú allt aðra hagsmuni. Fjármálaráðherra á að hafa forystu um að slíkt ástand sem lýst er hér að ofan skapist ekki. Ríkinu duga sex mánuðir til að selja þessar eignir sem það fékk frá slitabúum gömlu bankanna. Þrjú ár eru ávísun á frekari spillingu og tjón fyrir hagkerfið í heild sinni. Nóg er komið af ríkisrekstri í samkeppni við einkarekstur með skelfilegum afleiðingum fyrir neytendur og launafólk.
Skjóðan Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira