Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig þegar lið hans, Barry, tapaði fyrir Lincoln Memorial í 8-liða úrslitum úrslitakeppni 2. deildar bandaríska háskólaboltans.
Lincoln vann átján stiga sigur, 93-75, og batt þar með enda á draum Barry um að komast í fjögurra liða úrslitin.
Elvar nýtti þrjú af tíu skotum sínum í leiknum en auk stiganna tíu gaf hann fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst.
Lincoln var með fjögurra stiga forystu í hálfleik, 42-38, en stakk svo af í síðari hálfleik.
Tímabilið var þó frábært fyrir Barry University sem varð meistari í sinni deild.
Elvar og félagar úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti




Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti