Brandon Mobley, leikmaður Hauka, kom sér í klandur í leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla í kvöld.
Mobley fékk brottvísun í fyrsta leikhluta fyrir að gefa leikmanni Þórs olnbogaskot.
Þegar hann gekk af velli sneri hann sér skyndilega að Einari Árna Jóhannssyni, þjálfara Þórsara, og gerði sig líklegan til að vaða í hann, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Líklegt er að Mobley verði í banni í næsta leik liðanna en Haukar unnu leikinn þrátt fyrir þetta og eru komnir með 2-1 forystu í rimmunni.
Fjórði leikur Þórs og Hauka fer fram á þriðjudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mobley ætlaði að vaða í Einar Árna | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór 84-75 | Haukar í lykilstöðu
Haukar misstu kanann sinn af velli í fyrsta leikhluta en unnu samt afar mikilvægan sigur á Þór Þorlákshöfn.