Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2016 21:00 Vísir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“ MMA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“
MMA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Keflavík - Álftanes | Tekst gestunum að klífa úr fallsæti? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Sjá meira