Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2016 11:58 vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar. „Við settumst því niður saman og skrifuðum samantekt með svörum við öllum þeim álitamálum sem varpað hefur verið upp í umræðunni að undanförnu og öðrum atriðum sem við höfum orðið vör við að fólk hafi verið að velta fyrir sér. Fyrir áhugasama læt ég samantektina fylgja hér að neðan.“ Samantektina má sjá hér á bloggsíðu Sigmundar. Greinin ber heitið Hvað snýr upp og niður? Þar byrja þau á að segja frá því af hverju erlent félag hafi verið stofnað um einir Önnu. Þau segja Landsbankann, viðskiptabanda þeirra á þeim tíma, hafa ráðlagt þetta fyrirkomulag. Hann hafi einnig ráðlagt að það yrði gert á Bresku jómfrúreyjum. Nafnið Wintris hafi verið hluti af heildarpakka og ekki valið af Önnu, né hafi hún stýrt uppsetningu félagsins.Allt gefið upp til skatts á Íslandi Þá segir að strax í upphafi hafi Anna gert það að skilyrði að allir peningarnir yrðu gefnir upp til skatts á Íslandi og að hún hafi ekki nýtt sér heimildir í lögum til að fresta skattlagningu. Skattar hafi ávalt verið greiddir af eignunum og tekjum af þeim. Það hafi það verið staðfest af KPMG. „Við hjónin höfum eðli málsins samkvæmt verið samsköttuð síðan við gengum í hjónaband árið 2010. Því er ekki að neita að okkur þykir nokkuð sérstakt að hafa reglulega mátt lesa ítarlegar fréttir um eignir Önnu og skattgreiðslur okkar hjóna í fjölmiðlum undanfarin ár en heyra nú aðdróttanir um að hún hafi leynt eignum sínum fyrir skattyfirvöldum á Íslandi.“ Þau hjón segja alrangt að félagið hafi nokkurn tímann verið í skattaskjóli og að í rauninni sé það ekki aflandsfélag í hefðbundnum skilningi. Það hafi ávalt verið skattlagt á Íslandi. Þá segja þau ástæðu þess að Anna geymi eignir sínar og fjárfestingar erlendis vera að „við töldum ekki æskilegt að eiginkona þingmanns og síðar ráðherra stundaði fjárfestingar hér á landi á sama tíma, m.a. í íslenskum fyrirtækjum. Af sömu ástæðu hefur heldur aldrei komið til greina að Anna nýtti sér leið Seðlabankans sem gerði fólki sem átti fjármagn erlendis kleift að kaupa krónur á afslætti.“ Þau segja Önnu ekki hafa hagnast á því að geyma eignirnar áfram erlendis í erlendri mynt. Þvert á móti hafi hún stórtapað á því, miðað við ef eignirnar hefðu verið fluttar heim.Ekki haft áhrif á hæfi Varðandi það hvort að tilvist félagsins hefði áhrif á hæfi Sigmundar, segir í greininni að þingmenn og ráðherra hafi verið að fást við mikla hagsmuni á síðustu átta árum. Oft tengist hagsmunirnir þeim beint og þeir hafi því verið að verja hagsmuni sína og fjölskyldna án þess að þeir teldu sérstaka ástæðu til að gera grein fyrir því, né hafi það vakið spurningar um hæfi þeirra. „Það væri því sérkennilegt í meira lagi að telja að stjórnmálamenn geti orðið vanhæfir til að gefa eftir hagsmuni ættingja en menn teljist ekki vanhæfir ef þeir eru að bæta eigin hagsmuni og ættingja sinna.“ Þá eru tekin dæmi um hvernig stjórnmálamenn hafi varið eigin hagsmuni um leið og þeir hafi varið almannahagsmuni eftir hrun. Í samantektinni segir að það hefði „vægast sagt varasamt og orkað mjög tvímælis siðferðilega ef Sigmundur hefði farið að gera þeim [nánustu samstarfsmönnum] sérstaklega grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Það hefði mátt túlka sem skilaboð um að það ætti að hafa þessar eignir í huga eða verja þær að einhverju leyti í viðureigninni við kröfuhafana.“ Sigmundur hafi ekki viljað færa vogunarsjóðunum vopn í hendur með því að barma sér yfir tapi eiginkonunnar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segir að það hefði orkað mjög tvímælis siðferðilega ef hann hefði gert kröfuhöfum og öðrum grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Sigmundur og eiginkona hans Anna S. Pálsdóttir, hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar. „Við settumst því niður saman og skrifuðum samantekt með svörum við öllum þeim álitamálum sem varpað hefur verið upp í umræðunni að undanförnu og öðrum atriðum sem við höfum orðið vör við að fólk hafi verið að velta fyrir sér. Fyrir áhugasama læt ég samantektina fylgja hér að neðan.“ Samantektina má sjá hér á bloggsíðu Sigmundar. Greinin ber heitið Hvað snýr upp og niður? Þar byrja þau á að segja frá því af hverju erlent félag hafi verið stofnað um einir Önnu. Þau segja Landsbankann, viðskiptabanda þeirra á þeim tíma, hafa ráðlagt þetta fyrirkomulag. Hann hafi einnig ráðlagt að það yrði gert á Bresku jómfrúreyjum. Nafnið Wintris hafi verið hluti af heildarpakka og ekki valið af Önnu, né hafi hún stýrt uppsetningu félagsins.Allt gefið upp til skatts á Íslandi Þá segir að strax í upphafi hafi Anna gert það að skilyrði að allir peningarnir yrðu gefnir upp til skatts á Íslandi og að hún hafi ekki nýtt sér heimildir í lögum til að fresta skattlagningu. Skattar hafi ávalt verið greiddir af eignunum og tekjum af þeim. Það hafi það verið staðfest af KPMG. „Við hjónin höfum eðli málsins samkvæmt verið samsköttuð síðan við gengum í hjónaband árið 2010. Því er ekki að neita að okkur þykir nokkuð sérstakt að hafa reglulega mátt lesa ítarlegar fréttir um eignir Önnu og skattgreiðslur okkar hjóna í fjölmiðlum undanfarin ár en heyra nú aðdróttanir um að hún hafi leynt eignum sínum fyrir skattyfirvöldum á Íslandi.“ Þau hjón segja alrangt að félagið hafi nokkurn tímann verið í skattaskjóli og að í rauninni sé það ekki aflandsfélag í hefðbundnum skilningi. Það hafi ávalt verið skattlagt á Íslandi. Þá segja þau ástæðu þess að Anna geymi eignir sínar og fjárfestingar erlendis vera að „við töldum ekki æskilegt að eiginkona þingmanns og síðar ráðherra stundaði fjárfestingar hér á landi á sama tíma, m.a. í íslenskum fyrirtækjum. Af sömu ástæðu hefur heldur aldrei komið til greina að Anna nýtti sér leið Seðlabankans sem gerði fólki sem átti fjármagn erlendis kleift að kaupa krónur á afslætti.“ Þau segja Önnu ekki hafa hagnast á því að geyma eignirnar áfram erlendis í erlendri mynt. Þvert á móti hafi hún stórtapað á því, miðað við ef eignirnar hefðu verið fluttar heim.Ekki haft áhrif á hæfi Varðandi það hvort að tilvist félagsins hefði áhrif á hæfi Sigmundar, segir í greininni að þingmenn og ráðherra hafi verið að fást við mikla hagsmuni á síðustu átta árum. Oft tengist hagsmunirnir þeim beint og þeir hafi því verið að verja hagsmuni sína og fjölskyldna án þess að þeir teldu sérstaka ástæðu til að gera grein fyrir því, né hafi það vakið spurningar um hæfi þeirra. „Það væri því sérkennilegt í meira lagi að telja að stjórnmálamenn geti orðið vanhæfir til að gefa eftir hagsmuni ættingja en menn teljist ekki vanhæfir ef þeir eru að bæta eigin hagsmuni og ættingja sinna.“ Þá eru tekin dæmi um hvernig stjórnmálamenn hafi varið eigin hagsmuni um leið og þeir hafi varið almannahagsmuni eftir hrun. Í samantektinni segir að það hefði „vægast sagt varasamt og orkað mjög tvímælis siðferðilega ef Sigmundur hefði farið að gera þeim [nánustu samstarfsmönnum] sérstaklega grein fyrir því að eiginkona sín ætti inni pening hjá föllnu bönkunum. Það hefði mátt túlka sem skilaboð um að það ætti að hafa þessar eignir í huga eða verja þær að einhverju leyti í viðureigninni við kröfuhafana.“ Sigmundur hafi ekki viljað færa vogunarsjóðunum vopn í hendur með því að barma sér yfir tapi eiginkonunnar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. 22. mars 2016 07:00
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00
Vonar að forsætisráðherra bregðist við áður en vantrauststillaga verði lögð fram „Ég held að í öllum þroskuðum lýðræðisríkjum að þá myndi hann segja af sér," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. 21. mars 2016 12:24
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53