Einn kosningastjóra Trump hættir: „Trump hugsar eingöngu um Trump“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 08:30 Donald Trump lætur þetta eflaust ekki á sig fá. vísir/epa Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér. Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér.
Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira