Mjög sátt í flughálku við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Stiginn við Seljalandsfoss var torfarinn jafnvel þótt Meredith McCormac og Matt Leonard væru á mannbroddum. vísir/pjetur „Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
„Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum