Skoða beri aðra flugvallarvalkosti Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 21:30 Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Sjá meira
Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Sjá meira