Keli sýnir verkin sín í Neskirkju Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. mars 2016 08:00 Sr. Skúli S. Ólafsson og Hrafnkell Sigurðsson Vísir/Stefán Karlsson „Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Loksins kominn til okkar“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Hittast á laun Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Loksins kominn til okkar“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Hittast á laun Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira