Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Bjarki Ármannsson skrifar 12. mars 2016 15:54 Vindaspá Veðurstofu fyrir klukkan fjögur í dag. Mynd/Veðurstofa Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið. Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi. Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar. Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið. Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara. Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi. Veður Tengdar fréttir Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. Veðurhæð nær hámarki um norðvestanlandið í eftirmiðdaginn og ganga mun á með þéttum hryðjum um allt vestanvert landið. Mjög hvasst er víða á Vestfjörðum og er búið að loka vegum um Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán og eins á Klettshálsi, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Einnig er hvasst á Norðurlandi og varar umferðaþjónusta Vegagerðarinnar sérstaklega við hviðum á Siglufjarðarvegi. Þá er áfram óveður á Snæfellsnesi og vegirnir um Fróðárheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði enn lokaðir. Vegir á Austurlandi eru sagðir mikið til auðir en hálkublettir sumstaðar. Á morgun er spáð talsverðri rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri og von er á fyrstu asahláku ársins um land allt. Mun hún ágerast þegar líður á kvöldið. Veðurstofa segir viðbúið að aukið álag verði á afrennsliskerfi bæja og bendir á að gott er að hreinsa vel frá niðurföllum og útidyrum kjallara. Samfara hlákunni má búast við því að blautur og þungur snjór finni sér farveg og því skapast aukin hætta á aur- og krapaflóðum víðsvegar í fjalllendi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við og umhverfi ár, sem og á ferðum sínum um fjalllendi.
Veður Tengdar fréttir Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Mjög slæmt veður í dag og á morgun Veðurstofa biður vegfarendur að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega þessa helgi. 12. mars 2016 11:09
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58