Vilja varðveita söguna við Laugaveg Una Sighvatsdóttir skrifar 12. mars 2016 21:00 Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda