Vilja varðveita söguna við Laugaveg Una Sighvatsdóttir skrifar 12. mars 2016 21:00 Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira