Vigdís segir fyrstu kynslóð Vestur-Íslendinga hafa þjáðst af heimþrá Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2016 19:02 „Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni. Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Þögul leiftur," - ljósmyndasýning úr sögu Íslendinga sem héldu vestur um haf til að hefja nýtt líf á seinni hluta nítjándu aldar, var formlega opnuð í Hörpu í dag. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir heimþrána leggjast þungt á fyrstu kynslóð allra landnema. Karlakórinn Heimir í Skagafirði söng í tilefni sýningarinnar Þögul leiftur sem var opnuð í samstarfi Vesturfarasetursins og Hörpu í nýju sýningarrými í Hörpu í dag. Þar má finna 400 ljósmyndir af íslenskum landnemum í Kanada frá árunum 1870 til 1910 með textaskýringum. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu lýsti því hvernig berar sléttur Winnipeg hefðu tekið við fyrstu hópum Íslendinga og kuldinn og pestirnar leikið þá grátt og kostað marga lífið. En fyrstu tveir hóparnir hafi ekki kunnað að byggja bjálkahús að hætti Kanadamanna. „Svo kemur þriðja haustið og hvað er það fyrsta sem þeim finnst að þeir þurfi að gera þegar þeir eru loksins búnir að læra að byggja hús og ekki ofsóttir af drepsóttum? Þeir kaupa sér prentsmiðju og byrja að rífast í blöðum Íslendingar flytja alltaf sérkenni sín með sér. Það er einn af fjölmörgum kostum við okkur og það sem við erum að fara að sjá á þessari sýningu er auðvitað að nokkru leyti þetta sama. Að varðveita sögu sína. Þetta eru þögul leiftur frá sögu Íslendinga á þessum slóðum sem eru ógleymanleg. Sem varðveita líka stór og merkileg leiftur úr sögu Íslands,“ sagði Halldór. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir eitt einkenna allar fyrstu kynslóðir landnema öðru fremur „Þeir hafa haft alveg gríðarleg mikla heimþrá. Það er enginn vafi á því og þeir hafa vaknað og hugsað: Mikið sakna ég fjallanna heima,“ segir Vigdís. Hún segir Ísland enn lifa góðu lífi í hjarta Vestur Íslendinga og rifjar upp atvik úr opinberri heimsókn sinni til Winnipeg. „Og þá tók ég eftir því einu sinni að það vantað unga fólkið og ég spurði hvar er unga fólkið? Þá sögðu þeir sem voru á þessum fundi að það treysti sér ekki til að koma vegna þess að það kann ekki lengur íslensku. Þá gat ég komið þeim skilaboðum áfram að það væri alls ekki hægt að vænta þess að þriðja kynslóð kunni gamla málið. Á næsta stað var allt fullt af ungu fólki,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir sem var mjög hrifin af sýningunni.
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira