Nýtni Þórunn Egilsdóttir skrifar 16. mars 2016 07:00 Eitt sinn kunnu nánast allir leiðir til að nýta matvæli sem best og okkur þótti eðlilegt að borða afganga. Á tímabili hurfu menn frá þessu því heimilishald breyttist í takt við þjóðfélagið og hraða þess. Tími til matarundirbúnings varð minni og áherslurnar breyttust. Þetta leiddi til þess ástands sem við stöndum frammi fyrir núna þegar matarúrgangur er stór hluti heimilissorps. Mál sem varða úrgang fá stöðugt meira vægi vegna aukinna kvaða um meðhöndlun hans. Vissulega hafa íbúar margra sveitarfélaga náð miklum árangri á þessu sviði en þrátt fyrir það vantar enn þó nokkuð upp á að við Íslendingar stöndumst samanburð við þær þjóðir Evrópu sem lengst hafa náð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá sl. ári segir að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Velta má fyrir sér hvort ástæða er til að breyta reglum um ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum. Benda má á að í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda óseldum mat og verður þeim skylt að gera samning við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir. Þessa leið fara Frakkar. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem snýr að því að ganga betur um auðlindir okkar, sporna við offramleiðslu og notkun á ónauðsynlegum varningi. Um síðustu áramót lagði umhverfis- og auðlindaráðherra fram fyrstu almennu stefnuna um minnkun á sóun. Hún ber heitið Saman gegn sóun og gildir til 2027. Markmið hennar er að minnka úrgang og bæta nýtingu auðlindanna. Það verður spennandi að fylgjast með kynningu hennar á Hallveigarstöðum nk. fimmtudagsmorgun og sjá hvernig hún fléttast saman við tillögur starfshóps um úrbætur um matarsóun. Nú þurfum við að leggjast á eitt og finna okkar leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn kunnu nánast allir leiðir til að nýta matvæli sem best og okkur þótti eðlilegt að borða afganga. Á tímabili hurfu menn frá þessu því heimilishald breyttist í takt við þjóðfélagið og hraða þess. Tími til matarundirbúnings varð minni og áherslurnar breyttust. Þetta leiddi til þess ástands sem við stöndum frammi fyrir núna þegar matarúrgangur er stór hluti heimilissorps. Mál sem varða úrgang fá stöðugt meira vægi vegna aukinna kvaða um meðhöndlun hans. Vissulega hafa íbúar margra sveitarfélaga náð miklum árangri á þessu sviði en þrátt fyrir það vantar enn þó nokkuð upp á að við Íslendingar stöndumst samanburð við þær þjóðir Evrópu sem lengst hafa náð. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá sl. ári segir að matarsóun leiði til hærra matarverðs. Þar kemur einnig fram mikilvægi þess að bregðast við þeirri sóun á ferskum matvælum sem núverandi fyrirkomulag hefur í för með sér. Velta má fyrir sér hvort ástæða er til að breyta reglum um ferskar vörur sem skilað er til birgja eftir að þær hafa verið á boðstólum í verslunum. Benda má á að í Frakklandi taka brátt gildi lög sem skylda alla í virðiskeðjunni til að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir matarsóun. Matvöruverslunum af tiltekinni stærð þar í landi verður bannað að henda óseldum mat og verður þeim skylt að gera samning við góðgerðarfélög til að auðvelda matargjafir. Þessa leið fara Frakkar. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem snýr að því að ganga betur um auðlindir okkar, sporna við offramleiðslu og notkun á ónauðsynlegum varningi. Um síðustu áramót lagði umhverfis- og auðlindaráðherra fram fyrstu almennu stefnuna um minnkun á sóun. Hún ber heitið Saman gegn sóun og gildir til 2027. Markmið hennar er að minnka úrgang og bæta nýtingu auðlindanna. Það verður spennandi að fylgjast með kynningu hennar á Hallveigarstöðum nk. fimmtudagsmorgun og sjá hvernig hún fléttast saman við tillögur starfshóps um úrbætur um matarsóun. Nú þurfum við að leggjast á eitt og finna okkar leið.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun