Déjà vu í ríkisbanka Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 23:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu!
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun