Déjà vu í ríkisbanka Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 23:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu!
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun