Fullkomlega gagnslaust Fjármálaeftirlit Skjóðan skrifar 16. mars 2016 15:00 Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Vísir/Vilhelm Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt. Eftir klúður tryggingafélaganna í tengslum við fyrirhugaðar arðgreiðslur á dögunum, þegar m.a. kom fram að VÍS átti ekki nægt laust fé og hafði þurft að gefa út víkjandi skuldabréfaflokk til að eiga fyrir arðinum, sem stjórnin var staðráðin í að koma í hendur hluthafa, varð Skjóðan sér úti um fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútgáfunnar. Í kynningunni kemur margt athyglisvert fram. Vextir skuldabréfanna eru svimandi háir, 5,25 prósent, mun hærri en vextir venjulegra íbúðalána til einstaklinga. Þá eru bréfin verðtryggð til þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir hærri vexti af skuldabréfunum en sem nemur arðsemi eignasafns félagsins og því blasir við að strax á þessu ári þarf að hækka iðgjöld, ekki til að mæta slæmri afkomu af tryggingastarfsemi eins og var notað sem skýring til að hækka iðgjöld í lok síðasta árs heldur til að standa straum af hinum óhagstæðu lánum sem voru tekin til að greiða út arðinn til eigenda. VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir sem eiga að endurspegla þá áhættu sem fjárhag félagsins stafar af útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur fram að ef skuldabréf félagsins lækka um tíu prósent og önnur verðbréf um tuttugu prósent lendir félagið undir neðri vikmörkum gjaldþols og þarf að virkja aðgerðaáætlun til lagfæringar. Lækki skuldabréf félagsins um tíu prósent og önnur verðbréf um þrjátíu prósent er félagið komið undir gjaldþolskröfu og þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að geta haldið áfram starfsemi. Og hvernig ætlar svo VÍS að bregðast við ef slík lækkun (sem hlýtur að teljast innan vikmarka á íslenskum verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú, þá ætlar félagið að endurskipuleggja eignasafn sitt með því að selja verðbréf og kaupa ríkisskuldabréf. Þetta mun, að mati stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli félagsins úr ruslflokki upp í úrvalsflokk í einu vetfangi. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði um tugi prósenta er ekki hægt að selja slík bréf nema með miklu tapi, og væntanlega líka með verulegum afföllum frá hinu lækkaða markaðsverði ef VÍS neyðist til að selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið bara stjórnendur stóru eignarhaldsfélaganna sem þurftu að selja eignir í október 2008! Þessi áætlun um endurreisn gjaldþols er því blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit sem kyngir athugasemdalaust þeim sviðsmyndum sem fram koma í fjárfestakynningu VÍS er fullkomlega gagnslaust. Það hefur ekkert lært af reynslunni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stundum getur skjóðan ekki varist þeirri tilhugsun að íslenska Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt annað en sóun á fjármunum. Öryggið sem FME veitir er falskt. Eftir klúður tryggingafélaganna í tengslum við fyrirhugaðar arðgreiðslur á dögunum, þegar m.a. kom fram að VÍS átti ekki nægt laust fé og hafði þurft að gefa út víkjandi skuldabréfaflokk til að eiga fyrir arðinum, sem stjórnin var staðráðin í að koma í hendur hluthafa, varð Skjóðan sér úti um fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútgáfunnar. Í kynningunni kemur margt athyglisvert fram. Vextir skuldabréfanna eru svimandi háir, 5,25 prósent, mun hærri en vextir venjulegra íbúðalána til einstaklinga. Þá eru bréfin verðtryggð til þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir hærri vexti af skuldabréfunum en sem nemur arðsemi eignasafns félagsins og því blasir við að strax á þessu ári þarf að hækka iðgjöld, ekki til að mæta slæmri afkomu af tryggingastarfsemi eins og var notað sem skýring til að hækka iðgjöld í lok síðasta árs heldur til að standa straum af hinum óhagstæðu lánum sem voru tekin til að greiða út arðinn til eigenda. VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir sem eiga að endurspegla þá áhættu sem fjárhag félagsins stafar af útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur fram að ef skuldabréf félagsins lækka um tíu prósent og önnur verðbréf um tuttugu prósent lendir félagið undir neðri vikmörkum gjaldþols og þarf að virkja aðgerðaáætlun til lagfæringar. Lækki skuldabréf félagsins um tíu prósent og önnur verðbréf um þrjátíu prósent er félagið komið undir gjaldþolskröfu og þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að geta haldið áfram starfsemi. Og hvernig ætlar svo VÍS að bregðast við ef slík lækkun (sem hlýtur að teljast innan vikmarka á íslenskum verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú, þá ætlar félagið að endurskipuleggja eignasafn sitt með því að selja verðbréf og kaupa ríkisskuldabréf. Þetta mun, að mati stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli félagsins úr ruslflokki upp í úrvalsflokk í einu vetfangi. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði um tugi prósenta er ekki hægt að selja slík bréf nema með miklu tapi, og væntanlega líka með verulegum afföllum frá hinu lækkaða markaðsverði ef VÍS neyðist til að selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið bara stjórnendur stóru eignarhaldsfélaganna sem þurftu að selja eignir í október 2008! Þessi áætlun um endurreisn gjaldþols er því blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit sem kyngir athugasemdalaust þeim sviðsmyndum sem fram koma í fjárfestakynningu VÍS er fullkomlega gagnslaust. Það hefur ekkert lært af reynslunni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira