FIFA: Suður-Afríka greiddi rúman milljarð fyrir HM 2010 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2016 12:15 Jack Warner er talinn einn sá allra spilltasti í heimsknattspyrnunni. Vísir/Getty Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Alþjóðaknattpsyrnusambandið, FIFA, hefur lagt fram kærur í New York á hendur fyrrum embættismanna sambandsins fyrir að þiggja mútur og stela pening frá sambandinu. Samkvæmt heimildum Sky Sports gæti heildarupphæðin sem FIFA vill fá í skaðabætur um 190 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna. Meðal þeirra sem FIFA kærði eru Jack Warner, fyrrum varaforseti og forseti CONCACAF [Knattspyrnusamband Norður- og miðameríku], Jeffrey Webb, sem gegndi sömu embættum, og Chuck Blazer, fyrrum framkvæmdastjóri CONCACAF. Sjá einnig: Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Fram kemur í sömu skjölum að FIFA telur að Knattspyrnusamband Suður-Afríku hafi greitt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúman milljarð króna, í mútur til að tryggja sér HM 2010. Sá peningur mun hafa skilað sér til Warner, Blazer og þriðja meðlims framkvæmdastjórnar FIFA. Peningurinn fór í gegnum FIFA, dulbúinn sem fjárhagsaðstoð fyrir knattspyrnuna í karabíska hafinu. „Það er nú ljóst að margir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar misnotuðu aðstöðu sína og seldu atkvæði sín margsinnis,“ sagði í kærunni frá FIFA. Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Ljóst er að það var einnig spilling í tengslum við kosninguna á HM 2018 og 2022, sem fara fram í Rússlandi og Katar, en FIFA hefur samt sem áður sagt að þeim keppnum verði ekki breytt úr þessu. Gianni Infantino, nýkjörinn forseti FIFA, segir að málið verði sótt fram af hörku og að hann sé þess fullviss um að réttlætinu verði fullnægt, enda hafi þessar fjárhæðir verið ætlaðar uppbyggingu knattspyrnunnar á heimsvísu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45 Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00 Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00 Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Ímynd og orðspor FIFA gæti ekki verið verra Það styttist í forsetakjör FIFA en að öllu óbreyttu fer það fram á föstudag og um leið lýkur valdatíma Sepp Blatter. 24. febrúar 2016 08:45
Fyrrum framkvæmdastjóri FIFA dæmdur í tólf ára bann Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur dæmt fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins, Jerome Valcke, í tólf ára bann frá fótbolta. 12. febrúar 2016 22:00
Infantino kjörinn forseti FIFA Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman, forseta knattspyrnusambands Asíu, í annarri umferð kjörsins. 26. febrúar 2016 17:00
Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, var létt þegar ljóst varð að Svisslendingurinn Gianni Infantino hafði betur gegn Sjeik Salman í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í gær. 27. febrúar 2016 06:00