Hvernig forseta vil ég ekki Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga framboð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessastöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftirgreinda flokkun:1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir.2) Það fólk, sem bjó að innherjaupplýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hruninu – allt á kostnað samborgaranna.3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjármálafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálfum sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar.4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum.5) Skemmtikrafta, því þeirra vettvangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vitsmunir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóðarinnar í algjöru fyrirrúmi. Forsetakjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórnmálafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra frambjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar