Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri Björgvin Guðmundsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun, hjá öldruðum. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur 20% til baka af lífeyrinum. Þannig að eldri borgari sem fær 200 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum verður að greiða ríkinu til baka 40 þúsund krónur! Með öðrum orðum: Á sama tíma og lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu hrifsar ríkið til baka 1/5 af lífeyrinum!Orðið bætur er neikvætt En er rétt að kalla lífeyri öryrkja bætur? Nei. Ég tel heppilegra að halda sig við orðið lífeyrir. Það er eitthvað neikvætt við orðið bætur. Og ekki hefur núverandi fjármálaráðherra bætt ímynd orðsins. Hann hefur ítrekað talað niður til „bótaþega“ sem hann kallar svo. Fjármálaráðherra talar niðrandi um það að vera á bótum og segir, að vissir stjórnmálamenn vilji, að allir séu á bótum! Það er að sjálfsögðu fráleitt að halda slíku fram. Þegar menn slasast alvarlega eða fá langvinna sjúkdóma geta þeir misst starfsorkuna að fullu eða hluta hennar og orðið öryrkjar. Enginn kýs sér það hlutskipti. Atvinnulífið hefur verið fjandsamlegt öryrkjum. Nauðsynlegt er að aðstoða sem flesta öryrkja við að komast út í atvinnulífið á ný. En til þess að svo geti orðið þurfa atvinnurekendur að vera jákvæðir gagnvart öryrkjum og þeim, sem misst hafa starfsorkuna að einhverju leyti. Æskilegt væri, að atvinnurekendur byðu öryrkjum hlutastörf. Það gildir það sama um öryrkja og eldri borgara: Lífeyrir almannatrygginga, sem öryrkjar fá, er of lágur og dugar ekki til framfærslu.Hverjir eru að fá bætur? Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri. En það eru hins vegar aðrir á Íslandi, sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Þar vil ég fyrst nefna útgerðarmenn, sem greiða alltof lágt afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem er sameign þjóðarinnar. Veiðigjöldin voru lækkuð mikið. Á sama tíma og fjármuni vantar til þess að greiða öldruðum og öryrkjum nægilega háan lífeyri er ótækt að létt sé gjöldum af útgerðinni. Afgjöldin voru síst of há. Íslenska þjóðin á að fá eðlileg afgjöld af auðlindum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun, hjá öldruðum. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur 20% til baka af lífeyrinum. Þannig að eldri borgari sem fær 200 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum verður að greiða ríkinu til baka 40 þúsund krónur! Með öðrum orðum: Á sama tíma og lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum dugar ekki til sómasamlegrar framfærslu hrifsar ríkið til baka 1/5 af lífeyrinum!Orðið bætur er neikvætt En er rétt að kalla lífeyri öryrkja bætur? Nei. Ég tel heppilegra að halda sig við orðið lífeyrir. Það er eitthvað neikvætt við orðið bætur. Og ekki hefur núverandi fjármálaráðherra bætt ímynd orðsins. Hann hefur ítrekað talað niður til „bótaþega“ sem hann kallar svo. Fjármálaráðherra talar niðrandi um það að vera á bótum og segir, að vissir stjórnmálamenn vilji, að allir séu á bótum! Það er að sjálfsögðu fráleitt að halda slíku fram. Þegar menn slasast alvarlega eða fá langvinna sjúkdóma geta þeir misst starfsorkuna að fullu eða hluta hennar og orðið öryrkjar. Enginn kýs sér það hlutskipti. Atvinnulífið hefur verið fjandsamlegt öryrkjum. Nauðsynlegt er að aðstoða sem flesta öryrkja við að komast út í atvinnulífið á ný. En til þess að svo geti orðið þurfa atvinnurekendur að vera jákvæðir gagnvart öryrkjum og þeim, sem misst hafa starfsorkuna að einhverju leyti. Æskilegt væri, að atvinnurekendur byðu öryrkjum hlutastörf. Það gildir það sama um öryrkja og eldri borgara: Lífeyrir almannatrygginga, sem öryrkjar fá, er of lágur og dugar ekki til framfærslu.Hverjir eru að fá bætur? Ég tel, að lífeyrisþegar séu ekki með bætur heldur lífeyri. En það eru hins vegar aðrir á Íslandi, sem eru að fá bætur í dag: Fyrst og fremst eru það þeir, sem fá afnot af auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fullt afgjald fyrir. Þar vil ég fyrst nefna útgerðarmenn, sem greiða alltof lágt afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem er sameign þjóðarinnar. Veiðigjöldin voru lækkuð mikið. Á sama tíma og fjármuni vantar til þess að greiða öldruðum og öryrkjum nægilega háan lífeyri er ótækt að létt sé gjöldum af útgerðinni. Afgjöldin voru síst of há. Íslenska þjóðin á að fá eðlileg afgjöld af auðlindum sínum.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun