Skilur ekki af hverju Rory MacDonald fær minna borgað en Gunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2016 12:00 Vísir/Getty E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com. MMA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
E. Spencer Kyle birtir áhugaverða grein á íþróttavefnum fansided.com þar sem hann bendir á að mikið misræmi er á hversu mikið bardagakappar fá greitt frá UFC-bardagasambandinu. Í greininni bendir hann á að Kanadamaðurinn Rory MacDonald, einn þekktasti veltivigtarmaðurinn í UFC, hafi aðeins fengið 59 þúsund Bandaríkjadala (7,3 milljónir) fyrir ótrúlegan bardaga sinn gegn Robbie Lawler síðasta sumar. Þetta sama kvöld barðist Gunnar Nelson við Brandon Thatch og bar sigur úr býtum. Fyrir það fékk hann 58 þúsund Bandaríkjala (7,3 milljónir) fyrir sigurinn. Í desember barðist Gunnar svo við Demian Maia og fékk fyrir það 75 þúsund dollara (9,3 milljónir). Sjá einnig: Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari „Íslendingurinn er án nokkurs vafa hæfileikaríkur en hann hefur aldrei komist á tíu efstu [á styrkleikalista UFC í veltivigt] og er nú dottinn út af fimmtán efstu. Sigurinn á Thatch er sá stærsti á hans ferli.“ „Það verður að hrósa umboðsmönnum Gunnars fyrir að landa þessum samningi en það gefur líka ákveðið viðmið fyrir næsta samning MacDonald þar sem að hann hefur notið meiri velgengni en Gunni á ferlinum og er nú í efsta sæti styrkleikalistans [á eftir meistaranum, Robbie Lawler].“ Sjá einnig: Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann MacDonald mun berjast við Stephen Thompson í júní og er það síðasti bardaginn á núverandi samningi hans við UFC. MacDonald segist afar viljugur að fara aftur út á markaðinn og kanna hvaða aðrir möguleikar eru í boði fyrir hann, fyrir utan UFC. Kyle segir augljóst að til að sporna við þessari þróun þurfi UFC að borga bardagamönnum sínum í samræmi við þær miklu tekjur sem sambandið hefur af viðburðum sínum, bæði sjónvarpstekjur og af miðasölu. Nú þegar hafi Conor McGregor notið góðs af því og nokkrar aðrar stjörnur, en fleiri þurfi að fá stærri sneið af kökunni.Smelltu hér til að lesa greinina á fansided.com.
MMA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira