Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 16:04 Fundurinn á Kjalarnesi í gær var hófstilltur. Visir/Vilhelm Rætt var við íbúa Arnarholts áður en húsnæðið var nýtt fyrir hælisleitendur en ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa á Kjalarnesi. Þessu greinir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun frá í tölvupóst samskiptum við fréttastofu. Aðspurð um hvort tillit hafi verið tekið til þess hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við þá íbúa sem fyrir voru svaraði hún; „Þetta úrræði bauðst á tíma þar sem mikill skortur var á húsnæði fyrir hælisleitendur og þótti henta vel. Staðan er sú að framboð af húsnæði er aftar takmarkað og við verðum að nýta það sem býðst“. Annað kvörtunarefni íbúa á fundinum var að svo virðist sem hælisleitendur hafi lítið að gera. Kristín bendir á að hælisleitendur standi til boða fjölbreytt félagsstarf hjá Rauða Krossinum og að einnig fái þeir afhend strætó- og sundkort. Eins og staðan er í dag eru tvær rútuferðir á dag að biðskýlinu í strætó og svo er hælisleitendum boðið sérstaklega upp á tvær rútuferðir í viku til Mosfellsbæjar til að versla. Vegna aukins álag er nú verið að skoða hvort mögulegt sé að auka þessum ferðum. Samkvæmt Kristínu er ekki er á dagskrá að fjölga hælisleitendum á Arnarolti og gildir núverandi samningur um húsnæðið til 15. Júní 2016. Í samtali við Vísi í morgun greindi íbúi frá því að óánægja hefði verið með fundinn. Það kemur líka fram á spjallþræði íbúa Kjalarnes á Facebook. Eitt af áhyggjuefnum þeirra sem þar búa er að allir hælisleitendurnir 50 eru karlkyns. „Húsnæðið hentar ekki til að vista fjölskyldur,“ útskýrir Kristín María. „Í vistunarúrræðum Útlendingastofnunar eru konur vistaðar sér, karlar sér og fjölskyldur sér. Þá ber að geta þess að einhleypir karlmenn eru stór hluti af heildarfjölda hælisleitenda“.Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti.Vísir/VilhelmKvartanir skiljanlegar Fulltrúi Rauða Krossins á fundinum var Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur sem sér um réttargæslu hælisleitenda. Hennar upplifun af fundinum var sú að hann hafi verið hófstilltur og að hann hafi farið vel fram. „Aðal stefið þarna voru áhyggjur íbúa að aðbúnaði og öðru í kringum hælisleitendur. Þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið kynningu sem er mjög skiljanlegt. Þau gerðu athugasemdir um samgöngukerfið því álag á því hefur aukist gífurlega eftir fjölgunina“. Aðspurð út í hvort hefði mátt kynna betur fyrir íbúum Kjalarnes hvernig staðið yrði að málið segir hún svo vera. „Við vorum búin að gera ákveðnar athugasemdir við staðsetninguna áður en þetta var sett á fót. Við gagnrýndum fjarlægð frá samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu. Það er líka langt í næstu Rauða Kross skrifstofu í Mosfellsbæ. Það er heldur ekki aðstaða þarna fyrir uppákomur. Ég held að íbúar Kjalarnes þurfi ekki að hafa áhyggjur af hælisleitendum umfram aðra þarna á svæðinu“. Það er alfarið ákvörðun Útllendingastofnunar að velja Arnarholt sem heppilegt búsetu úrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingastofnun er með samning um búsetuúrræði við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæ.Einangrun ýtir undir öðrun Björn Teitson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi reynt að benda á það fyrirfram að búseta á Arnarholti gæti ýtt undir öðrun. "Eðli staðsetningarinnar gerir það að verkum að það er svo auðvelt að aðra fólk. Ef þau eru á stað þar sem þau eru berskjölduð fyrir náttúrunni og eru mikið fyrir augunum á fólki sem getur bent er þetta akkúrat hættan sem getur myndast". Björn bendir á að svipað mál hafi komið upp í Reykjanesbæ þegar hælisleitendur bjuggu á FIT-Hostel. „Það var gerð MA-rannsókn um afstöðu Reykjavíkubúa og Reykjanesbæjar til hælisleitenda en þá hafði þetta mikil áhrif. Þá kom í ljós mun neikvæðari afstaða til hælisleitanda í Reykjanesbæ. Það sem við vonumst til er að fundin verði framtíðar búsetuúrræði í mannvænna umhverfi og í meiri nálægð við borgarlífið sem takmarkar þörf á almenningssamgöngum og daglegum löngum ferðalögum“. Fréttastofa hafði samband við einn hælisleitanda sem flutti nýverið frá Arnarholti. Hann vildi ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði að sér hefði líkað tími sinn á þar vel. Hann sagði íbúa Kjalarnes vera vinalega og að hann hafi ekki vanhagað um neitt. Flóttamenn Tengdar fréttir Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Rætt var við íbúa Arnarholts áður en húsnæðið var nýtt fyrir hælisleitendur en ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa á Kjalarnesi. Þessu greinir Kristín María Gunnarsdóttir hjá Útlendingastofnun frá í tölvupóst samskiptum við fréttastofu. Aðspurð um hvort tillit hafi verið tekið til þess hversu stór hópur hælisleitenda er hlutfallslega miðað við þá íbúa sem fyrir voru svaraði hún; „Þetta úrræði bauðst á tíma þar sem mikill skortur var á húsnæði fyrir hælisleitendur og þótti henta vel. Staðan er sú að framboð af húsnæði er aftar takmarkað og við verðum að nýta það sem býðst“. Annað kvörtunarefni íbúa á fundinum var að svo virðist sem hælisleitendur hafi lítið að gera. Kristín bendir á að hælisleitendur standi til boða fjölbreytt félagsstarf hjá Rauða Krossinum og að einnig fái þeir afhend strætó- og sundkort. Eins og staðan er í dag eru tvær rútuferðir á dag að biðskýlinu í strætó og svo er hælisleitendum boðið sérstaklega upp á tvær rútuferðir í viku til Mosfellsbæjar til að versla. Vegna aukins álag er nú verið að skoða hvort mögulegt sé að auka þessum ferðum. Samkvæmt Kristínu er ekki er á dagskrá að fjölga hælisleitendum á Arnarolti og gildir núverandi samningur um húsnæðið til 15. Júní 2016. Í samtali við Vísi í morgun greindi íbúi frá því að óánægja hefði verið með fundinn. Það kemur líka fram á spjallþræði íbúa Kjalarnes á Facebook. Eitt af áhyggjuefnum þeirra sem þar búa er að allir hælisleitendurnir 50 eru karlkyns. „Húsnæðið hentar ekki til að vista fjölskyldur,“ útskýrir Kristín María. „Í vistunarúrræðum Útlendingastofnunar eru konur vistaðar sér, karlar sér og fjölskyldur sér. Þá ber að geta þess að einhleypir karlmenn eru stór hluti af heildarfjölda hælisleitenda“.Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti.Vísir/VilhelmKvartanir skiljanlegar Fulltrúi Rauða Krossins á fundinum var Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur sem sér um réttargæslu hælisleitenda. Hennar upplifun af fundinum var sú að hann hafi verið hófstilltur og að hann hafi farið vel fram. „Aðal stefið þarna voru áhyggjur íbúa að aðbúnaði og öðru í kringum hælisleitendur. Þeir kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið kynningu sem er mjög skiljanlegt. Þau gerðu athugasemdir um samgöngukerfið því álag á því hefur aukist gífurlega eftir fjölgunina“. Aðspurð út í hvort hefði mátt kynna betur fyrir íbúum Kjalarnes hvernig staðið yrði að málið segir hún svo vera. „Við vorum búin að gera ákveðnar athugasemdir við staðsetninguna áður en þetta var sett á fót. Við gagnrýndum fjarlægð frá samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu. Það er líka langt í næstu Rauða Kross skrifstofu í Mosfellsbæ. Það er heldur ekki aðstaða þarna fyrir uppákomur. Ég held að íbúar Kjalarnes þurfi ekki að hafa áhyggjur af hælisleitendum umfram aðra þarna á svæðinu“. Það er alfarið ákvörðun Útllendingastofnunar að velja Arnarholt sem heppilegt búsetu úrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingastofnun er með samning um búsetuúrræði við félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæ.Einangrun ýtir undir öðrun Björn Teitson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins á Íslandi, segir að samtökin hafi reynt að benda á það fyrirfram að búseta á Arnarholti gæti ýtt undir öðrun. "Eðli staðsetningarinnar gerir það að verkum að það er svo auðvelt að aðra fólk. Ef þau eru á stað þar sem þau eru berskjölduð fyrir náttúrunni og eru mikið fyrir augunum á fólki sem getur bent er þetta akkúrat hættan sem getur myndast". Björn bendir á að svipað mál hafi komið upp í Reykjanesbæ þegar hælisleitendur bjuggu á FIT-Hostel. „Það var gerð MA-rannsókn um afstöðu Reykjavíkubúa og Reykjanesbæjar til hælisleitenda en þá hafði þetta mikil áhrif. Þá kom í ljós mun neikvæðari afstaða til hælisleitanda í Reykjanesbæ. Það sem við vonumst til er að fundin verði framtíðar búsetuúrræði í mannvænna umhverfi og í meiri nálægð við borgarlífið sem takmarkar þörf á almenningssamgöngum og daglegum löngum ferðalögum“. Fréttastofa hafði samband við einn hælisleitanda sem flutti nýverið frá Arnarholti. Hann vildi ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði að sér hefði líkað tími sinn á þar vel. Hann sagði íbúa Kjalarnes vera vinalega og að hann hafi ekki vanhagað um neitt.
Flóttamenn Tengdar fréttir Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41