Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2016 18:02 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum Vísir/Valli Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45