Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2016 18:02 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum Vísir/Valli Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45