Litagleði, teikningar, vídeó og ljósaskúlptúrar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þórdís og Ingunn Fjóla að vinna að innsetningunni í Hafnarborg. Vísir/Vilhelm Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að tengja nokkur ljós,“ segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarkona glaðlega þar sem hún er í Hafnarborg að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar Umgerð sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur. Hugsteypuna kalla þær stöllur sig þegar þær vinna saman eins og nú. Eiga það líka sameiginlegt að stunda meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Við settum þessa sýningu upp í haust í lok október í Ketilhúsinu. Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri hér í Hafnarborg, sá hana þar og bað okkur um að koma með hana hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær Ingunni Fjólu mjög ánægðar með salinn. „Það er líka svo gaman að fá að setja sýninguna upp aftur, það er ekki oft sem innsetningar eru settar upp oftar en einu sinni og nýtt samhengi verður til þegar þær eru aðlagaðar öðru rými. Fyrir norðan voru svalir sem fólk gat horft af og séð allt verkið í einu. Hér er ekki slíku til að dreifa heldur setjum við sýninguna þannig upp að mörg sjónarhorn skapist og fólk þurfi að þræða sig gegnum innsetninguna til að finna þau. Hér eru fleiri veggir en þungamiðjan er í miðjum sal.“ Þórdís viðurkennir að það krefjist nánast verkfræðikunnáttu að setja svona sýningu upp. „Það er dálítil kúnst því hún samanstendur af ljósmyndum, máluðum flötum, teikningum og ljósaskúlptúrum og áherslan er á samspilið þar á milli. Svo kemur þátttaka gesta líka inn í. Þeir geta fangað áhugaverð sjónarhorn á sýningunni á símana sína og deilt þeim til okkar gegnum Twitter, Instagram eða tölvupóst. Við vörpum þeim myndum aftur jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg, þannig að sýningin er marglaga og lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta hafa verið góða á Akureyrarsýningunni. Þar hafi verið einn skjár fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir þrír á mismunandi stöðum og samhengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar varpast á önnur verk, sumar á gólfið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt að lýsa þessu því ljósin auka líka á áhrifin.“ Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og endurtekur sig með vissu millibili en hversu lengi þarf fólk að standa við til að sjá allar útgáfur innsetningarinnar? „Það gæti tekið allan daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó ljósalúppan hjá okkur taki styttri tíma þá eru svo mörg smáatriði sem leynast inn á milli. Þú verður bara að koma í kvöld og sjá herlegheitin.“ Já, það er sem sagt í kvöld sem sýningin Umgerð verður opnuð í Hafnarborg, klukkan 20 að hafnfirskum tíma. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að tengja nokkur ljós,“ segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarkona glaðlega þar sem hún er í Hafnarborg að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar Umgerð sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur. Hugsteypuna kalla þær stöllur sig þegar þær vinna saman eins og nú. Eiga það líka sameiginlegt að stunda meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Við settum þessa sýningu upp í haust í lok október í Ketilhúsinu. Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri hér í Hafnarborg, sá hana þar og bað okkur um að koma með hana hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær Ingunni Fjólu mjög ánægðar með salinn. „Það er líka svo gaman að fá að setja sýninguna upp aftur, það er ekki oft sem innsetningar eru settar upp oftar en einu sinni og nýtt samhengi verður til þegar þær eru aðlagaðar öðru rými. Fyrir norðan voru svalir sem fólk gat horft af og séð allt verkið í einu. Hér er ekki slíku til að dreifa heldur setjum við sýninguna þannig upp að mörg sjónarhorn skapist og fólk þurfi að þræða sig gegnum innsetninguna til að finna þau. Hér eru fleiri veggir en þungamiðjan er í miðjum sal.“ Þórdís viðurkennir að það krefjist nánast verkfræðikunnáttu að setja svona sýningu upp. „Það er dálítil kúnst því hún samanstendur af ljósmyndum, máluðum flötum, teikningum og ljósaskúlptúrum og áherslan er á samspilið þar á milli. Svo kemur þátttaka gesta líka inn í. Þeir geta fangað áhugaverð sjónarhorn á sýningunni á símana sína og deilt þeim til okkar gegnum Twitter, Instagram eða tölvupóst. Við vörpum þeim myndum aftur jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg, þannig að sýningin er marglaga og lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta hafa verið góða á Akureyrarsýningunni. Þar hafi verið einn skjár fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir þrír á mismunandi stöðum og samhengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar varpast á önnur verk, sumar á gólfið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt að lýsa þessu því ljósin auka líka á áhrifin.“ Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og endurtekur sig með vissu millibili en hversu lengi þarf fólk að standa við til að sjá allar útgáfur innsetningarinnar? „Það gæti tekið allan daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó ljósalúppan hjá okkur taki styttri tíma þá eru svo mörg smáatriði sem leynast inn á milli. Þú verður bara að koma í kvöld og sjá herlegheitin.“ Já, það er sem sagt í kvöld sem sýningin Umgerð verður opnuð í Hafnarborg, klukkan 20 að hafnfirskum tíma.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira