Fólk hefur áhuga á fólki í sinni fjölbreyttu mynd Magnús Guðmundsson skrifar 18. mars 2016 12:00 Mynd/Barbara Probst, með leyfi Kuckei + Kuckei, Berlin „Þetta er mjög flott sýning og þrátt fyrir að við séum með þemað fólk þá er viðfangsefnið ótrúlega fjölbreytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Fólk / People, sem verður opnuð á morgun kl. 15 í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni getur að líta verk eftir sjö listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir. „Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í sinni fjölbreyttu mynd. Það er einfaldlega grunnurinn að þessu og svo nálgast ólíkir listamenn sama verkefnið á jafn ólíkan máta. Við veljum inn á sýninguna bæði listamenn og verk sem eru mjög ólík, bæði varðandi framsetningu og inntak. Þarna er til að mynda eins konar plakataveggur sem er sería eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur af ungu fólki að koma heim af djamminu í dagrenningu. Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine Lamers en hún sýnir reyndar líka 45 mínútna mynd þar sem er fylgst með konu í ólíkum hlutverkum. Svo er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið abstrakt myndir þar sem fólkið sést ekki en maður finnur fyrir nærveru þess í hinni frægu sjóstakkaseríu. Wolfgang Tillman er með myndir úr neðanjarðarlestunum í London þar sem fólk er á ferðinni á háannatíma. Hrefna Harðardóttir er með ellefu athafnakonur á sínum uppáhaldsstað, þetta eru eins konar uppstillingar og það eru líka myndirnar hans Harðar sem notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum og skapar þannig stemningu liðins tíma. Svo má ég til með að nefna ákaflega fallega þrettán mynda seríu sem er öll tekin á sömu sekúndunni en það eru afar mörg sjónarhorn og smáatriði í hennar verkum sem gaman er að skoða. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er mjög flott sýning og þrátt fyrir að við séum með þemað fólk þá er viðfangsefnið ótrúlega fjölbreytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Fólk / People, sem verður opnuð á morgun kl. 15 í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni getur að líta verk eftir sjö listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir. „Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í sinni fjölbreyttu mynd. Það er einfaldlega grunnurinn að þessu og svo nálgast ólíkir listamenn sama verkefnið á jafn ólíkan máta. Við veljum inn á sýninguna bæði listamenn og verk sem eru mjög ólík, bæði varðandi framsetningu og inntak. Þarna er til að mynda eins konar plakataveggur sem er sería eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur af ungu fólki að koma heim af djamminu í dagrenningu. Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine Lamers en hún sýnir reyndar líka 45 mínútna mynd þar sem er fylgst með konu í ólíkum hlutverkum. Svo er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið abstrakt myndir þar sem fólkið sést ekki en maður finnur fyrir nærveru þess í hinni frægu sjóstakkaseríu. Wolfgang Tillman er með myndir úr neðanjarðarlestunum í London þar sem fólk er á ferðinni á háannatíma. Hrefna Harðardóttir er með ellefu athafnakonur á sínum uppáhaldsstað, þetta eru eins konar uppstillingar og það eru líka myndirnar hans Harðar sem notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum og skapar þannig stemningu liðins tíma. Svo má ég til með að nefna ákaflega fallega þrettán mynda seríu sem er öll tekin á sömu sekúndunni en það eru afar mörg sjónarhorn og smáatriði í hennar verkum sem gaman er að skoða.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira