Enski boltinn

City mætir PSG í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan er á leið til City.
Zlatan er á leið til City. Vísir/Getty
PSG og Manchester City munu eigast við í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.

Risarnir í evrópskum fótbolta - Barcelona, Real Madrid og Bayern München sluppu hvert við annað og eiga því greiðari leið fyrir vikið inn í undanúrslit keppninnar, þó öll eigi erfitt verkefni fyrir höndum í 8-liða úrslitum keppninnar.

Real Madrid fer til Þýskalands og mætir þar Wolfsburg en Bayern fékk heimaleik gegn Benfica frá Portúgal.

Tvö spænsk lið voru svo dregin saman en Barcelona mun eigast við Atletico Madrid í afar áhugaverðri viðureign. Þetta eru tvö efstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar.

Fyrri leikirnir fara 5. og 6. apríl og þeir síðari viku síðar.

Leikirnir:

5. apríl og 13. apríl:

Bayern München - Benfica

Barcelona - Atletico Madrid

6. apríl og 12. apríl:

Wolfsburg - Real Madrid

PSG - Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×