Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2016 18:45 Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og ISAL. Hann telur ljóst að frekari sáttaumleitanir muni ekki bera árangur. Því hefur sáttasemjari lagt fram tillögu til lausnar málsins. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember 2014. Síðan deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, 15. apríl 2015, hafa verið haldnir 39 sáttafundir. Tvisvar sinnum hefur allsherjarverkfall verið boðað en hætt var við þau í bæði skiptin. Þá var um tíma yfirvinnubann í gildi og yfirstandandi er ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. „Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni. Því leggur ríkissáttasemjari tillöguna fram í samræmi við skyldur sínar til að miðla málum,“ segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna og fyrirtækið til atkvæðagreiðslu. Henni á að ljúka klukkan 16:00 þann 11. apríl. Í tilkynningunni segir að verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi verði lokið. Yfirstandandi vinnustöðvun verður frestað þar til atkvæðagreiðslunni verðu lokið. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka, verði tillagan samþykkt. Um er að ræða verkalýðsfélögin Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS. Hins vegar eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan, eða ISAL. „Samkomulag hefur náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði samningsins að undanskildu því hversu langt heimildir til verktöku á svæðinu skuli ná, en miðlun sáttasemjara nær m.a. til þess ágreinings. Í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur verður tillagan efnislega ekki kynnt öðrum en starfsmönnum og fyrirtækinu, fyrr en hún hefur verið samþykkt.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og ISAL. Hann telur ljóst að frekari sáttaumleitanir muni ekki bera árangur. Því hefur sáttasemjari lagt fram tillögu til lausnar málsins. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. desember 2014. Síðan deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, 15. apríl 2015, hafa verið haldnir 39 sáttafundir. Tvisvar sinnum hefur allsherjarverkfall verið boðað en hætt var við þau í bæði skiptin. Þá var um tíma yfirvinnubann í gildi og yfirstandandi er ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. „Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni. Því leggur ríkissáttasemjari tillöguna fram í samræmi við skyldur sínar til að miðla málum,“ segir í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Tillaga sáttasemjara verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna og fyrirtækið til atkvæðagreiðslu. Henni á að ljúka klukkan 16:00 þann 11. apríl. Í tilkynningunni segir að verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi verði lokið. Yfirstandandi vinnustöðvun verður frestað þar til atkvæðagreiðslunni verðu lokið. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka, verði tillagan samþykkt. Um er að ræða verkalýðsfélögin Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn- og tæknigreina, VR og MATVÍS. Hins vegar eru Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan, eða ISAL. „Samkomulag hefur náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði samningsins að undanskildu því hversu langt heimildir til verktöku á svæðinu skuli ná, en miðlun sáttasemjara nær m.a. til þess ágreinings. Í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur verður tillagan efnislega ekki kynnt öðrum en starfsmönnum og fyrirtækinu, fyrr en hún hefur verið samþykkt.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira