Stærsti dagur kosningabaráttunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. mars 2016 07:00 Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton. Visir/EPA Hillary Clinton hefur afgerandi forystu meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblikana í baráttunni um að verða forsetaefni flokkanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN birti í gær. Skoðanakönnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist með 20 prósenta forskot á Sanders, en hjá repúblikönum mældist Trump með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio með 16 prósent en aðrir minna. Forkosningar og prófkjör flokkanna hófust í byrjun febrúar og standa allt fram í júnímánuð, en endanlega verða forsetaefni flokkanna valin á landsfundum þeirra í júlí. Í dag er svo stærsti dagurinn í kosningabaráttunni, „ofurþriðjudagurinn“ svonefndi þar sem kosið er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum Bandaríkjanna.Repúblikanarnir Ben Carsons, Marco Rubio, Donald Trump, Ted Cruz og John Kasich. Fréttablaðið/EPAEftir daginn í dag ætti staða frambjóðendanna að skýrast verulega, þótt enn sé nokkuð í land þangað til endanleg niðurstaða verður ljós. Til þessa hefur sá frambjóðandi, sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta sigra að baki, þótt nokkuð öruggur um að verða á endanum forsetaefni síns flokks. Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni, af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði Donald Trump hefur verið sigursælastur til þessa, þótt hann hafi engan veginn tryggt sér tilnefningu flokksins enn sem komið er.Næst honum koma þeir Marco Rubio, sem er öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ted Cruz, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas. Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie eru báðir hættir, en Christie hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Kasich hefur ekki verið sérlega sigursæll, en hann hefur nú lýst því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann hættur. Forkosningar í Ohio verða þriðjudaginn 15. mars. Sá fimmti er heilaskurðlæknirinn Ben Carsons, sem vakið hefur athygli fyrir ýmsar furðulegar yfirlýsingar, svo sem um að píramídarnir í Egyptalandi hafi upphaflega ekki verið grafhýsi heldur korngeymslur. Dagurinn í dag ræður líklega úrslitum um það, hvort hann haldi áfram. Donald Trump Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hillary Clinton hefur afgerandi forystu meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblikana í baráttunni um að verða forsetaefni flokkanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN birti í gær. Skoðanakönnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist með 20 prósenta forskot á Sanders, en hjá repúblikönum mældist Trump með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio með 16 prósent en aðrir minna. Forkosningar og prófkjör flokkanna hófust í byrjun febrúar og standa allt fram í júnímánuð, en endanlega verða forsetaefni flokkanna valin á landsfundum þeirra í júlí. Í dag er svo stærsti dagurinn í kosningabaráttunni, „ofurþriðjudagurinn“ svonefndi þar sem kosið er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum Bandaríkjanna.Repúblikanarnir Ben Carsons, Marco Rubio, Donald Trump, Ted Cruz og John Kasich. Fréttablaðið/EPAEftir daginn í dag ætti staða frambjóðendanna að skýrast verulega, þótt enn sé nokkuð í land þangað til endanleg niðurstaða verður ljós. Til þessa hefur sá frambjóðandi, sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta sigra að baki, þótt nokkuð öruggur um að verða á endanum forsetaefni síns flokks. Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni, af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði Donald Trump hefur verið sigursælastur til þessa, þótt hann hafi engan veginn tryggt sér tilnefningu flokksins enn sem komið er.Næst honum koma þeir Marco Rubio, sem er öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ted Cruz, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas. Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie eru báðir hættir, en Christie hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Kasich hefur ekki verið sérlega sigursæll, en hann hefur nú lýst því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann hættur. Forkosningar í Ohio verða þriðjudaginn 15. mars. Sá fimmti er heilaskurðlæknirinn Ben Carsons, sem vakið hefur athygli fyrir ýmsar furðulegar yfirlýsingar, svo sem um að píramídarnir í Egyptalandi hafi upphaflega ekki verið grafhýsi heldur korngeymslur. Dagurinn í dag ræður líklega úrslitum um það, hvort hann haldi áfram.
Donald Trump Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira