Fótbolti

Ræninginn bað Insigne um að tileinka sér næsta mark

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lorenzo Insigne tileinkar næsta mark líklega ekki vopnaða bófanum.
Lorenzo Insigne tileinkar næsta mark líklega ekki vopnaða bófanum. vísir/getty
Lorenzo Insigne, leikmaður Napólí á Ítalíu, var fórnarlamb vopnaðs ráns á laugardaginn þegar hann var að keyra í rólegheitum um borgina. Frá þessu greina ítalskir fjölmiðlar í dag.

Insigne var í bíltúr með eiginkonu sinni og tveimur vinum seint á laugardagskvöldið þegar hann þurfti að stöðva á rauðu ljósi.

Vopnaður ræningi á mótorhjóli stöðvaði við hlið bílsins, dró upp skambyssu og neyddi Insigne og farþega bílsins til að afhenda öll verðmæli.

Þessi grípuklæddi glæpamaður slapp með rólex úr, skartgripi og 140.000 krónur í reiðufé.

Áður en hann keyrði í burtu bað ræninginn Insigne, ellefu marka mann í Seríu A, um að tileinka sér næsta mark. Líklegt.

Insigne, sem er fæddur og uppalinn í Napólí, átti leik í gærkvöldi gegn Fiorentina þar sem honum mistókst að tryggja sínum mönnum sigurinn úr dauðafæri á lokasekúndum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×