Frakkar rýma búðir flóttafólks í Calais við Ermarsundsgöngin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. mars 2016 07:00 Sumir íbúar tjaldbúðanna höfðu komið sér fyrir ofan á bráðabirgðaskýlum sínum þegar lögreglan mætti til leiks í gær. Visir/EPA Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks. Flóttamenn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks.
Flóttamenn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira