Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 21:35 Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. Vísir/GVA Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58