Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:00 Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. „Það er alltaf jafn frábært að vera hérna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en hún er mætt í sjötta sinn á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem bestu lið heims stilla saman strengina fyrir átök ársins. Að þessu sinni vantar reyndar flest allra bestu liðin þar sem þau eru upptekin í forkeppni Ólympíuleikanna. Stelpurnar okkar eru engu að síður í erfiðum riðli með Kanada, Danmörku og Belgíu sem liðið mætir í fyrsta leik klukkan 15.00 í dag. Í hinum riðlinum eru Brasilía, Rússland og Portúgal. „Það var frábært að koma degi fyrr en vanalega og fá tækifæri til að æfa tvisvar aukalega og geta vanist grasinu. Flestar í liðinu eru ekkert búnar að vera á grasi lengi. Maturinn hérna er frábær og veðrið alltaf jafn gott,“ segir Dagný, en liðið er á sama hóteli og við sömu aðstæður og undanfarin ár. „Við nánast þekkjum allt starfsfólkið hérna. Það er alltaf saman fólkið sem hugsar um mann og sami karlinn sem heldur dyrunum opnum þegar við förum á æfingu. Ég held að þeim sé líka farið að þykja vænt um okkur,“ segir Dagný hress og kát.Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu.Vísir/VilhelmGera mun betur en í fyrra Árið 2015 hófst ekki með neinum glæsibrag hjá stelpunum okkar. Þær unnu ekki leik og skoruðu ekki mark á Algarve í fyrra og höfnuðu í níunda sæti á mótinu. Eftir því sem á leið árið fór liðið að spila betur, en það small almennilega í gang síðasta haust og vann alla fjóra leiki sína í undankeppni EM 2017 þar sem stelpurnar skoruðu tólf mörk og fengu ekki á sig eitt einasta. „Það gekk allt upp í síðasta leiknum í fyrra,“ segir Dagný um 6-0 útisigurinn í Slóveníu þar sem hún skoraði fyrsta og sjötta markið. „Við ætlum að byggja ofan á frammistöðuna þar og halda áfram að bæta varnarleikinn. Það sama á við um sóknarleikinn.“ Sóknarleikurinn var stærra vandamál en varnarleikurinn í fyrra. Sem fyrr segir kom liðið boltanum ekki í netið á Algarve og brösulega gekk í byrjun undankeppninnar. „Leikurinn gegn Hvíta-Rússland (2-0 sigur) var pirrandi. Þar vorum við líka að spila of mikið sem einstaklingar í staðinn fyrir að spila saman. En í síðustu tveimur leikjunum small þetta og margir leikmenn skoruðu. Það er mikilvægt því þetta er liðsíþrótt og það skiptir í raun engu hvaðan mörkin koma,“ segir Dagný. Þar sem mörg af bestu liðum heims vantar á Algarve-mótið í ár lætur Dagný sig dreyma um gullið: „Það er alveg raunhæft markmið. Auðvitað eru hér sterkar þjóðir en við eigum alveg séns. Þetta er bara krefjandi verkefni sem er skemmtilegt að takast á við. Það munu allir leikmennirnir í hópnum fá séns en markmiðið verður samt að komast í úrslitaleikinn og ef við komumst þangað ætlum við auðvitað vinna.“Vísir/AntonPortland eftir Portúgal Dagný spilaði með uppeldisfélagi sínu, Selfossi, í Pepsi-deildinni á síðasta ári, en með því hafnaði hún í þriðja sæti og komst í bikarúrslitin. Hún samdi við bandaríska liðið Portland Thorns eftir tímabilið og spilar með því í NWSL, efstu deild bandaríska kvennaboltans, í sumar. Þessi 24 ára gamli Rangæingur er ekki enn byrjuð að æfa með bandaríska liðinu, en hún á að mæta út til Portland nánast beint eftir Algarve-mótið. „Þau vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim, skipta um tösku og fara svo út. Ég verð heima í svona 20 tíma,“ segir Dagný. „Stelpurnar í liðinu koma næstu helgi út en það eru nokkrir landsliðsmenn í liðinu sem eru til dæmis hérna úti. Ég mæti einni í kanadíska liðinu og einni þegar við spilum við Dani.“ Það er ekki of djúpt í árinni tekið þegar sagt er að stemningin fyrir fótbolta í Bandaríkjunum sé hvergi meiri en við Kyrrahafið hjá Portland og Seattle. Thorns-liðið varð meistari 2013 og þar til í haust spilaði með því ein frægasta fótboltakona heims, bandaríski landsliðsmaðurinn Alex Morgan. Einn samherji Dagnýjar er Meghan Klingenberg, besti vinstri bakvörður heims. „Ég er orðin alveg ótrúlega spennt. Aðstæðurnar hjá Portland eru víst þær bestu í Bandaríkjunum. Ég einbeiti mér að landsliðinu núna en eftir síðasta leik hér á Algarve verð ég farin til Portland. Við mætum líka í fyrsta leik Orlando Pride, en með því liði spila tvær góðar vinkonur mínar úr Florida-háskólanum. Ég bara get ekki beðið,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland. „Það er alltaf jafn frábært að vera hérna,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en hún er mætt í sjötta sinn á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem bestu lið heims stilla saman strengina fyrir átök ársins. Að þessu sinni vantar reyndar flest allra bestu liðin þar sem þau eru upptekin í forkeppni Ólympíuleikanna. Stelpurnar okkar eru engu að síður í erfiðum riðli með Kanada, Danmörku og Belgíu sem liðið mætir í fyrsta leik klukkan 15.00 í dag. Í hinum riðlinum eru Brasilía, Rússland og Portúgal. „Það var frábært að koma degi fyrr en vanalega og fá tækifæri til að æfa tvisvar aukalega og geta vanist grasinu. Flestar í liðinu eru ekkert búnar að vera á grasi lengi. Maturinn hérna er frábær og veðrið alltaf jafn gott,“ segir Dagný, en liðið er á sama hóteli og við sömu aðstæður og undanfarin ár. „Við nánast þekkjum allt starfsfólkið hérna. Það er alltaf saman fólkið sem hugsar um mann og sami karlinn sem heldur dyrunum opnum þegar við förum á æfingu. Ég held að þeim sé líka farið að þykja vænt um okkur,“ segir Dagný hress og kát.Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu.Vísir/VilhelmGera mun betur en í fyrra Árið 2015 hófst ekki með neinum glæsibrag hjá stelpunum okkar. Þær unnu ekki leik og skoruðu ekki mark á Algarve í fyrra og höfnuðu í níunda sæti á mótinu. Eftir því sem á leið árið fór liðið að spila betur, en það small almennilega í gang síðasta haust og vann alla fjóra leiki sína í undankeppni EM 2017 þar sem stelpurnar skoruðu tólf mörk og fengu ekki á sig eitt einasta. „Það gekk allt upp í síðasta leiknum í fyrra,“ segir Dagný um 6-0 útisigurinn í Slóveníu þar sem hún skoraði fyrsta og sjötta markið. „Við ætlum að byggja ofan á frammistöðuna þar og halda áfram að bæta varnarleikinn. Það sama á við um sóknarleikinn.“ Sóknarleikurinn var stærra vandamál en varnarleikurinn í fyrra. Sem fyrr segir kom liðið boltanum ekki í netið á Algarve og brösulega gekk í byrjun undankeppninnar. „Leikurinn gegn Hvíta-Rússland (2-0 sigur) var pirrandi. Þar vorum við líka að spila of mikið sem einstaklingar í staðinn fyrir að spila saman. En í síðustu tveimur leikjunum small þetta og margir leikmenn skoruðu. Það er mikilvægt því þetta er liðsíþrótt og það skiptir í raun engu hvaðan mörkin koma,“ segir Dagný. Þar sem mörg af bestu liðum heims vantar á Algarve-mótið í ár lætur Dagný sig dreyma um gullið: „Það er alveg raunhæft markmið. Auðvitað eru hér sterkar þjóðir en við eigum alveg séns. Þetta er bara krefjandi verkefni sem er skemmtilegt að takast á við. Það munu allir leikmennirnir í hópnum fá séns en markmiðið verður samt að komast í úrslitaleikinn og ef við komumst þangað ætlum við auðvitað vinna.“Vísir/AntonPortland eftir Portúgal Dagný spilaði með uppeldisfélagi sínu, Selfossi, í Pepsi-deildinni á síðasta ári, en með því hafnaði hún í þriðja sæti og komst í bikarúrslitin. Hún samdi við bandaríska liðið Portland Thorns eftir tímabilið og spilar með því í NWSL, efstu deild bandaríska kvennaboltans, í sumar. Þessi 24 ára gamli Rangæingur er ekki enn byrjuð að æfa með bandaríska liðinu, en hún á að mæta út til Portland nánast beint eftir Algarve-mótið. „Þau vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim, skipta um tösku og fara svo út. Ég verð heima í svona 20 tíma,“ segir Dagný. „Stelpurnar í liðinu koma næstu helgi út en það eru nokkrir landsliðsmenn í liðinu sem eru til dæmis hérna úti. Ég mæti einni í kanadíska liðinu og einni þegar við spilum við Dani.“ Það er ekki of djúpt í árinni tekið þegar sagt er að stemningin fyrir fótbolta í Bandaríkjunum sé hvergi meiri en við Kyrrahafið hjá Portland og Seattle. Thorns-liðið varð meistari 2013 og þar til í haust spilaði með því ein frægasta fótboltakona heims, bandaríski landsliðsmaðurinn Alex Morgan. Einn samherji Dagnýjar er Meghan Klingenberg, besti vinstri bakvörður heims. „Ég er orðin alveg ótrúlega spennt. Aðstæðurnar hjá Portland eru víst þær bestu í Bandaríkjunum. Ég einbeiti mér að landsliðinu núna en eftir síðasta leik hér á Algarve verð ég farin til Portland. Við mætum líka í fyrsta leik Orlando Pride, en með því liði spila tvær góðar vinkonur mínar úr Florida-háskólanum. Ég bara get ekki beðið,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Inter missti niður tveggja marka forskot Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sjá meira