Nate Diaz gerir lítið úr æfingaaðferðum Conor McGregor. Segist hafa gert þetta allt áður þó svo Conor þykist hafa fundið upp á þessum æfingum.
Conor hefur verið að vinna með Ido Portal fyrir síðustu tvö bardaga en Portal er hreyfingarþjálfari. Hann lætur Írann meðal annars skríða eins og skriðdýr, slökkva á kertum með hreyfingum og nú er Conor farinn að sveifla sér í hringjum eins og fimleikamaður.
Þetta kemur allt fram í nýjasta þætti af Embedded frá UFC sem er upphitunarþáttur fyrir UFC 196 sem fer fram um næstu helgi.
Í þætti dagsins er einnig fylgst með Holly Holm æfa og Miesha Tate í viðtölum. Þær berjast um titilinn í bantamvigt á laugardag.
Þáttinn má sjá hér að ofan.
Diaz: Ég er búinn að gera allt sem Conor er að gera
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
