Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2016 16:07 Rannveig Rist og aðrir stjórnendur ISAL á bryggjunni í Straumsvík í dag vísir/anton brink Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, fylgdist með þegar útskipunin hófst í dag en tólf stjórnendur voru við störf á höfninni í dag, þar á meðal Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Aðspurður hvernig honum þótti útskipunin ganga sagði Kolbeinn að hún hefði gengið frekar hægt. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur alla jafna á skrifstofunni og er því ekki vant svona vinnu. Maður er kannski mest hræddur um öryggið þar sem menn fá yfirleitt góða leiðsögn í að minnsta kosti tvo daga áður en þeir fara í þessi störf,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, segir vikulegan farm áls sem vanalega fer úr Straumsvík vera um 4000 tonn en óljóst sé á þessari stundu hversu mikið ál fari í skipið. Það verði metið núna seinnipartinn. Ólafur segir útskipunina hafa gengið vel, Vinnueftirlitið hafi meðal annars komið á staðinn og ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmdina. „Okkar megináhersla er hins vegar á að klára þessa kjarasamninga enda finnst okkur kominn tími á það,“ segir Ólafur en ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, fylgdist með þegar útskipunin hófst í dag en tólf stjórnendur voru við störf á höfninni í dag, þar á meðal Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Aðspurður hvernig honum þótti útskipunin ganga sagði Kolbeinn að hún hefði gengið frekar hægt. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur alla jafna á skrifstofunni og er því ekki vant svona vinnu. Maður er kannski mest hræddur um öryggið þar sem menn fá yfirleitt góða leiðsögn í að minnsta kosti tvo daga áður en þeir fara í þessi störf,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, segir vikulegan farm áls sem vanalega fer úr Straumsvík vera um 4000 tonn en óljóst sé á þessari stundu hversu mikið ál fari í skipið. Það verði metið núna seinnipartinn. Ólafur segir útskipunina hafa gengið vel, Vinnueftirlitið hafi meðal annars komið á staðinn og ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmdina. „Okkar megináhersla er hins vegar á að klára þessa kjarasamninga enda finnst okkur kominn tími á það,“ segir Ólafur en ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00