Dagný kom inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Dagný kom inn fyrir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem skoraði einmitt fyrra mark íslenska liðsins í leiknum.
Íslenska liðið komst yfir strax í upphafi leiks en fékk á sig jöfnunarmark rétt fyrir hálfleik.
Íslenska liðið hefur þegar gert betur en á þessu móti í fyrra þegar liðið hvorki vann leik né skoraði mark.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Íslandi í 1-0 strax á 4. mínútu leiksins en íslensku stelpurnar skoruðu ekki á 360 mínútum á Algarve-mótinu í fyrra.
Gunnhildur Yrsa, sem var að skora sitt annað mark fyrir íslenska A-landsliðið, skoraði markið sitt með skalla.
Belgar jöfnuðu metin tveimur mínútum fyrir hálfleik með marki frá Janice Cayman en fleiri mörk voru síðan ekki skoruð fyrr en í uppbótartíma.
Sigurmark Dagnýjar Brynjarsdóttur kom á fyrstu mínútu í uppbótartíma og eftir stoðsendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur.
Íslensku stelpurnar spila tvo aðra leiki í riðlinum en þær mæta Danmörku á föstudaginn kemur og spila síðan við Kanada mánudaginn 7. mars.
Leikmenn Íslands í leiknum við Belga:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Markvörður)
Guðrún Arnardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
(46., Dagný Brynjarsdóttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (Fyrirliði)
(79., Katrín Ómarsdóttir)
Fanndís Friðriksdóttir
(70., Elín Metta Jensen)
Hólmfríður Magnúsdóttir
(46., Sandra María Jessen)
Harpa Þorsteinsdóttir
(70., Berglind Björg Þorvaldsdóttir)
ALGARVE CUP / Full-time: Iceland 2-1 Belgium (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 4', Cayman 43', @dagnybrynjars 90+1') - https://t.co/D5L8mvXnmj
— Womens Soccer United (@WomensSoccerUtd) 2 March 2016