Koch bræðurnir, sem eru gífurlega áhrifamiklir innan Repúblikanaflokksins, ætla ekki að beita áhrifum sínum gegn forsetaframboði Donald Trump. Leiðtogar flokksins keppast nú við að reyna að hægja á framgangi Trump og hefðu bræðurnir getað hjálpað verulega til við það.
Talsmaður bræðranna sagði Reuters að þeir hefðu engan áhuga á að skipta sér af forvali Repúblikana. Samkvæmt heimildum fréttaveitunnar hafa þeir Charles og David Koch áhyggjur af því að ef þeir myndu verja fjármagni gegn Trump, væri það sóun. Þeir hafi enn ekki séð árásir gegn Trump bera árangur.
Bræðurnir eru í níunda og tíunda sæti á lista Forbes yfir tíu ríkustu einstaklinga heimsins.
Í janúar söfnuðu bræðurnir 500 af auðugustu mönnum Bandaríkjanna saman í Kaliforníu, en síðan þá hefur verið talið að þeir myndu beita sér gegn Trump. Bræðurnir eru andsnúnir viðhorfum Trump til viðskiptaverndar og innflytjendamála samkvæmt Reuters.
Sjá einnig: Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega
Fjölmargir innan Repúblikanaflokksins hafa á síðustu dögum talað gegn Trump og stefnu hans. Telja margir að hljóti hann tilnefningu flokksins muni hann aldrei verða forseti. Þeirra á meðal er Paul Ryan, forseti þingsins.
Koch bræðurnir beita sér ekki gegn Trump

Tengdar fréttir

Tugir milljarða til að ná forystu
Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt

Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada
Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna.

Romney segir Trump vera svikara og loddara
Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar.

Trump og Clinton með ótvíræða forystu
Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig.