Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins gagnrýna Trump harðlega Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2016 23:09 Fjársterkir aðilar eru sagðir ætla að afla fjár til að vinna gegn Trump. V'isir/EPA Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Þungavigtarmenn innan Repúblikanaflokksins hafa gagnrýnt auðkýfinginn Donald Trump opinberlega og vilja ekki sjá hann sem forsetaefni flokksins. Trump varð hlutskarpastur Repúblikana á Ofur-þriðjudeginum svokallaða en þar hafði hann sigur í sjö fylkjum Bandaríkjanna í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Þessi úrslit setja Trump í ansi vænlega stöðu og allar líkur á að hann verði forsetaefni Repúblikana ef fram heldur sem horfir. Þingmaður Repúblikana, Lindsey Graham, varaði við því í dag að ef Trump yrði valinn forsetaefni flokksins þá myndi hann tapa í forsetakosningunum fyrir frambjóðanda Demókrata. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá því á vef sínum að búist sé við því að fyrrverandi forsetaefni Repúblikana, Mitt Romney, muni gagnrýna Trump harkalega í ræðu sem hann mun flytja á morgun.Herja ekki á fordóma fólksForseti bandaríska þingsins, Repúblikaninn Paul Ryan, hefur einnig talað gegn umdeildri stefnu Trump undanfarna daga. „Við verðum að afneita þeim hópi eða málstað sem er byggður á fordómum. Þessi flokkur herjar ekki á fordóma fólks,“ sagði Paul Ryan, en hörð stefna Trumps gegn innflytjendum er sögð höfða til íhaldsarms flokksins. Donald Trump hefur gengið illa að afneita David Duke sem lýsti yfir stuðningi við Trump fyrir skemmstu. Duke þessi er leiðtogi Ku Klux Klan samtakanna en leiðtogi Repúblikana á bandaríska þinginu, Mitch McConnell , tók það skýrt fram nýverið að allir þingmenn Repúblikana fordæmdu David Duke og samtökin sem hann leiðir.Andstaðan sögð mikilÞá hefur Peter King, þingmaður Repúblikana, gantast með það opinberlega að hann muni segja skilið við stjórnmál ef Trump verður valinn forsetaefni flokksins. New York Times greindi frá því að fjársterkir aðilar sem styðja Repúblikana séu nú þegar farnir að íhuga að afla fjár til að vinna gegn Trump. Hjá Demókrötum er Hillary Clinton sigurstranglegust eftir að hafa hlotið flest atkvæði í sjö fylkjum Bandaríkjanna á Ofur-þriðjudeginum og náði þar með góðu forskoti á helsta keppinaut sinn Bernie Sanders.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56 John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29 Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump Bæði Marco Rubio og Ted Cruz myndu hafa betur gegn Hillary Clinton samkvæmt nýrri könnun CNN. 1. mars 2016 11:56
John Oliver hakkar í sig Donald Trump Breski þáttastjórnandinn John Oliver tók Donald Trump fyrir í þætti sínum í gærkvöldi. 29. febrúar 2016 09:29
Sigur Hillary aldrei í hættu Utanríkisráðherrann fyrrverandi hlaut um þrjá fjórðu hluta atkvæða í Suður-Karólínu 28. febrúar 2016 09:12
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18