Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2016 11:45 Þingvallavegur liggur í gegnum byggðina í Mosfellsdal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn íbúa í dalnum. vísir/gva/loftmyndir Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. Íbúarnir hafa því boðað til fundar í kvöld í húsakynnum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal en Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum í dalnum. „Málið snýst um það að þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn. Þetta hefur versnað stöðugt síðastliðin þrjú ár með auknum fjölda ferðamanna auðvitað en hefur aldrei verið jafnslæmt og nú. Það er gríðarleg umferð hérna frá morgni til kvölds og svona um 30 rútur sem fara hér um á kvöldin til þess að skoða norðurljósin,“ segir Guðný í samtali við Vísi.Hvinur frá bílaumferð og mikil mengun Langt er á milli fjallanna í Mosfellsdal og dalurinn því víður eftir því. Guðný segir að þetta geri það að verkum að það hvíni í öllum dalnum vegna umferðar og þá hafi mengun stóraukist. „Fólk er að fara hér um á alls konar druslum og bílaleigubílum sem eru illa búnir. Það liggur við að við séum daglega að draga upp einhverja útlendinga hér aftur upp á veg því þeir hafa farið út af eða fest sig. Það er orðin svo mikil mengun hérna að það liggur við að hún sé áþreifanleg þannig að þetta er bara eins og að vera í borg. Fólkið sem býr hérna hefur hins vegar valið að búa hérna til að vera í friði og langflestir íbúanna vinna heima en þessi mikla umferð hefur skert lífsgæði okkar hér í dalnum til muna,“ segir Guðný.Frá Mosfellsdalvísir/gvaVilja færa veginn Um 220 manns búa í Mosfellsdal. Þar á meðal eru barnmargar fjölskyldur en Guðný segir að margir foreldrar séu dauðhræddir við að senda börn sín út í skýli til að bíða eftir skólabílnum vegna umferðarinnar. „Svo eru líka margir hérna með dýr en það er held ég búið að drepa hvern einasta hund hér í dalnum.“ Hámarkshraði á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal er 70 kílómetrar á klukkustund. Guðný segir ökumenn hins vegar ekki virða þá hraðatakmörkun heldur þjóti um á að minnsta kosti 90 kílómetra hraða. Aðspurð um hvað sé hægt að gera og hvaða lausnir íbúar Mosfellsdals sjái segir hún að þeirra hugmynd snúi að því að færa veginn þangað sem liggur frá Geithálsi inn að Nesjum og þangað inn í þjóðgarðinn. „Ætlun okkar er auðvitað ekki að hindra ferðamenn í að komast á Þingvelli, langt því frá, en það gefur auðvitað auga leið að það er ekki hægt að er ekki hægt að keyra í gegnum heilt byggðarlag á 90 kílómetra hraða. Miðað við þær miklu tekjur sem þjóðin er að vegna ferðamannastraumsins þá hljótum við að geta byggt fyrir þá veg þar sem hvorki þeim sjálfum né okkur íbúum hér í dalnum sé stefnt í hættu.“Íbúar farnir að hugsa sér til hreyfings Guðný segir íbúana ekki hafa mætt miklum skilningi stjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn í Mosfellsbæ bendi á Vegagerðina en Vegagerðin bjóði ekki aðrar lausnir en að breikka veginn í gegnum dalinn. „Hugmynd Vegagerðarinnar er bara að vera með hraðbraut hérna í gegnum dalinn. Við vorum hérna með vegagerðarmenn í fyrra en þeir komu ekki hingað til að leysa vandamálið heldur bara til að rífa kjaft. Við erum búin að vera að vekja athygli á þessu undanfarin þrjú ár, verið hér með heimatilbúin skilti og mótmælt en það er ekki hlustað á okkur.“ Að sögn Guðnýjar eru einhverjir íbúar í dalnum farnir að hugsa sér til hreyfings vegna umferðaráþjánar, eins og hún orðar það, þar með talið hún sjálf. „Já, ég er farin að gera það því ég get ekki verið með barnabörnunum hér úti í garði. Maður heyrir ekki orðaskil fyrir drunum og látum frá bílunum sem þjóta hér um.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira