Náttúrusýning loks sett upp í Perlunni Svavar Hávarðsson skrifar 4. mars 2016 07:00 Sýningin mun beita nýustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. mynd/Xibitz, Bowen Technovation og Lord Cultural Resources Borgarráð hefur falið skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni en fyrirtækið hyggst setja upp veglega náttúrusýningu. Eigendur Perlu norðursins eru félög sem hafa sterkan fjárhagslegan og faglegan bakgrunn í ferðaþjónustu og náttúrufræðum. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjalla skyldi á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn tillögu.Helga ViðarsdóttirFélagið var stofnað í fyrra um verkefnið af þremur sjálfstæðum félögum sem öll höfðu á stefnuskrá sinni að leggja fram tillögu að sýningu, en ákváðu að sameinast um tillöguna sem borgarráð fjallaði um í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðair, sem hefur fjárfestingagetu upp á rúma fjóra milljarða, Perluvinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni, og Salta ehf. & Lappland ehf. – fjárfestingarfélög sem hafa það að markmiði að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins, segir það hafa verið skynsamlegt að félögin ynnu öll saman að verkefninu og ráðið því að svo fór – sameinuð væru þau fjárhagslega sterkari og með faglegri og breiðari bakgrunn en annars hefði verið. Helga telur, vægast sagt, löngu tímabært að sýning sem þessi verði í boði hér á landi, enda litið til Íslands vegna náttúrunnar fyrst og síðast. Staðsetning landsins geri það að verkum að breytingar í náttúrunni eru ekki víða jafn greinilegar á byggðu bóli, sem gefur fjölþætta möguleika. „Við getum verið miðstöð áhugafólks um náttúru og vísindi og sérfræðinga á þessum sviðum. Það er ekki síst það sem okkur langar til að gera. Þetta er spennandi fyrir alla landsmenn,“ segir Helga. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði rúmlega 1,5 milljarðar króna, en þá hefur ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir króna í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við uppbyggingu sýningarinnar skiptast í tvo áfanga sem mun báðum ljúka fyrir árslok 2017 en fyrstu sýningarrýmin verði opnuð á fyrri hluta sama árs.Setja upp íshelli og stjörnuver Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands. Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo þeir uppgötvi nýja þekkingu. Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru. Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Borgarráð hefur falið skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni en fyrirtækið hyggst setja upp veglega náttúrusýningu. Eigendur Perlu norðursins eru félög sem hafa sterkan fjárhagslegan og faglegan bakgrunn í ferðaþjónustu og náttúrufræðum. Reykjavíkurborg óskaði í byrjun janúar eftir umsóknum áhugasamra aðila um rekstur á sýningu í Perlunni sem fjalla skyldi á metnaðarfullan hátt um náttúru Íslands. Gert er ráð fyrir því að náttúrusýning skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Öskjuhlíð sem dragi til sín fjölda innlendra og erlendra gesta. Perla norðursins var eini aðilinn sem skilaði inn tillögu.Helga ViðarsdóttirFélagið var stofnað í fyrra um verkefnið af þremur sjálfstæðum félögum sem öll höfðu á stefnuskrá sinni að leggja fram tillögu að sýningu, en ákváðu að sameinast um tillöguna sem borgarráð fjallaði um í gær. Þau eru Landsbréf – Icelandic Tourism Fund I, framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og íslenskir lífeyrissjóðair, sem hefur fjárfestingagetu upp á rúma fjóra milljarða, Perluvinir – 80 manna hópur sem hvatt hefur til uppbyggingar náttúrusýningar í Perlunni, og Salta ehf. & Lappland ehf. – fjárfestingarfélög sem hafa það að markmiði að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Helga Viðarsdóttir, stjórnarformaður Perlu norðursins, segir það hafa verið skynsamlegt að félögin ynnu öll saman að verkefninu og ráðið því að svo fór – sameinuð væru þau fjárhagslega sterkari og með faglegri og breiðari bakgrunn en annars hefði verið. Helga telur, vægast sagt, löngu tímabært að sýning sem þessi verði í boði hér á landi, enda litið til Íslands vegna náttúrunnar fyrst og síðast. Staðsetning landsins geri það að verkum að breytingar í náttúrunni eru ekki víða jafn greinilegar á byggðu bóli, sem gefur fjölþætta möguleika. „Við getum verið miðstöð áhugafólks um náttúru og vísindi og sérfræðinga á þessum sviðum. Það er ekki síst það sem okkur langar til að gera. Þetta er spennandi fyrir alla landsmenn,“ segir Helga. Áætlað er að stofnkostnaður sýningarinnar verði rúmlega 1,5 milljarðar króna, en þá hefur ekki verið gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir króna í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Gangi allt að óskum munu framkvæmdir við uppbyggingu sýningarinnar skiptast í tvo áfanga sem mun báðum ljúka fyrir árslok 2017 en fyrstu sýningarrýmin verði opnuð á fyrri hluta sama árs.Setja upp íshelli og stjörnuver Sýning Perlu norðursins mun leggja megináherslu á norðurljós, jarðvarma, eldvirkni, ferskvatn, hafið, jökla, loftslagsbreytingar og síðast en ekki síst lífríki Íslands. Sýningin mun beita nýjustu tækni í vísindamiðlun í bland við hefðbundna sýningartækni. Gestum verður auðveldað að skilja flókin fyrirbæri á einfaldan hátt svo þeir uppgötvi nýja þekkingu. Sýningin mun hafa mikið fræðslugildi og nýtast skólum vel til að fræða nemendur um íslenska náttúru. Sýningin mun verða mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Perla norðursins mun nýta tækni sem ekki hefur sést á Íslandi – hægt verður að skoða himinhvolfið í sérstöku stjörnuveri (Planetarium) og settur verður upp íshellir þar sem gestir geta kynnst því hvernig er að vera á jökli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira