Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 196 er kíkt í heimsókn í glæsivilluna hjá Conor McGregor þar sem hann er með mikinn bílaflota.
Conor kom keyrandi á Rolls Royce til Las Vegas og hann er nú kominn með tvo Rollsa í heimreiðina. Conor nýtur lífsins í nýrri þyngd, borðar eðlilega og segist elska lífið þessa dagana. Eðlilega.
Nate Diaz skellir sér í búðarferð í þættinum og blandar geði við Bolinn.
Svo er fylgst með opnu æfinguna hjá fjórum stærstu bardagaköppum kvöldsins.
Þáttinn má sjá hér að ofan.

